Friday, March 29, 2024
HomeErlentReebok klúður í beinni útsendingu

Reebok klúður í beinni útsendingu

Elizabeth Phillips sigraði Jessamyn Duke á laugardaginn á UFC on FOX 16 bardagakvöldinu. Phillips sýndi kænsku er hún slapp úr uppgjafartaki en sýndi einnig aðeins meira en hún ætlaði.

Jessamyn Duke reyndi að klára „armbar“ rétt áður en bjallan glumdi til marks um að lotan væri búin. Fótur Duke ýtti íþróttabrjóstahaldara Duke óvart aðeins of hátt og sást í geirvörtu Phillips í örskamma stund.

Atvikið er langt í frá að vera eitthvað stórmál. Það sem er athyglisverðast við þetta atvik er að Reebok lofaði að koma í veg fyrir svona atvik. Þegar Reebok fatnaðurinn var kynntur fengu þau Rondu Rousey til að tala um kosti nýja Reebok fatnaðarins. Einn af kostunum átti að vera frábær hönnun íþróttabrjóstahaldara Reebok sem átti að koma í veg fyrir ofangreint slys. Rousey var nálægt því að lenda í slíku slysi í sínum fyrsta UFC bardaga og þurfti að hætta að verjast hengingu Liz Carmouche í skamma stund til að laga fatnaðinn.

Á Reebok kynningunni sagðist Rousey vera ánægð með nýja fatnaðinn og að hún þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur fatnaðinum. Þær áhyggjur eru kannski ekki alveg úr sögunni enda virðist fatnaðurinn ekki skotheldur.

duke slys

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular