spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentReinier de Ridder kallar út Khamzat Chimaev

Reinier de Ridder kallar út Khamzat Chimaev

Fyrrverandi millivigtar- og léttþungavigtameistari ONE Championship, Reinier de Ridder, sem gekk til liðs við UFC nýlega vakti athygli um helgina þegar hann sigraði Gerald Meerschaert með arm triangle uppgjafartaki í 3. lotu í sínum fyrsta bardaga fyrir samtökin. De Ridder ætlar sér að vera iðinn á næstunni og hefur strax kallað út manninn sem allir í millivigtinni virðast vera hræddir við, Khamzat Chimaev.

De Ridder er spenntur fyrir komandi tímum hjá UFC en hann hefur ekki talað vel um ONE Championship og hefur gengið svo langt að vara unga bardagamenn við að skrifa undir þar. Hann sagði að það hafi verið komið fram við hann eins og skít meðan hann var meistari.

Í viðtalinu við Michael Bisping í búrinu beint eftir bardagann við Meerschaert sagði De Ridder að hann væri tilbúinn að berjast aftur næstu helgi ef UFC þyrfti á honum að halda en UFC 309 verður haldið næstu helgi í Madison Sqaure Garden þegar Jon Jones og Stipe Miocic mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Á blaðamannafundinum seinna nefndi hann svo Khamzat Chimaev sem næsta andstæðing.
Hann sagði: “Af hverju ekki Khamzat?” og að það yrði skemmtileg viðureign, sérstaklega þegar kemur að glímunni. Hann hélt áfram og sagði: “Hvað sem er sem UFC vill frá mér, ég mun gera það. Hringið bara í mig, ég er tilbúinn”

Það verður gaman að sjá hvað gerist næst hjá Hollenska Riddaranum en það er greinilegt að hann vill vera iðinn og fá stóra bardaga. Það hefur verið erfitt fyrir Khamzat Chimaev að fá bardaga því enginn vill berjast við hann. Robert Whittaker virtist vera sá eini sem var tilbúinn til þess og hann endaði kjálkabrotinn og missti tennur þegar hann mætti Khamzat í lok október en Khamzat gjörsamlega hjólaði í Bobby og kláraði bardagann í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular