0

Reykjavík MMA með 5 keppendur á Evolution of Combat 9

Reykjavík MMA verður með fimm keppendur á Evolution of Combat 9 í Skotlandi um helgina.

Keppendur RVK MMA eiga tvo MMA bardaga og tvær glímur á bardagakvöldinu. Krysztof Porowski mætr Sean Clancy Jr. í 77 kg veltivigt. Báðir eru þeir ósigraðir og ætti þetta að verða hörku bardagi.

Tiago Oliveira berst sinn fyrsta MMA bardaga þegar hann mætir Jeff Akhah í 74 kg hentivigt. Jeff er kunnugur RVK MMA þar sem hann tapaði fyrir Krysztof Porowski í fyrra og sigraði Gunnar Má árið 2019. Aron Leó Jóhannsson keppir einnig á kvöldinu og verður kominn með andstæðing í tæka tíð.

Tvær BJJ glímur fara fram á kvöldinu með íslenskum keppendum. Inga Birna Ársælsdóttir mætir Amanda Schurtz frá Sviss en einungis er hægt að sigra með uppgjafartaki. Inga Birna er fyrsta íslenska konan til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu.

Magnús Ingi Ingvarsson keppir einnig í BJJ glímu þar sem einungis er hægt að sigra með uppgjafartaki en hann mætir Kevin Mcaloon um -80 kg bráðabirgðartitil.

Viðburðinum verður streymt en nánari upplýsingar um streymi birtast á Facebook síðu Reykjavík MMA þegar nær dregur.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.