spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentReykjavík MMA með tvo keppendur í Glasgow um helgina

Reykjavík MMA með tvo keppendur í Glasgow um helgina

Reykjavík MMA sendir tvo bardagamenn á Evolution of Combat 6 bardagakvöldið á laugardaginn.

Evolution of Combat 6 fer fram í Glasgow í Skotlandi á laugardaginn en Reykjavík MMA hefur áður sent bardagamenn á það bardagakvöld.

Krzysztof Porowski (2-0) mætir kunnuglegum andstæðingi, Jeff Akhah (1-0). Akhah vann sinn fyrsta bardaga gegn æfingafélaga Krzysztof, Gunnari Má, í fyrra og hefur Krzysztof því harma að hefna. Bardaginn fer fram í 76 kg hentivigt.

Remek Duda Maríusson berst sinn fyrsta MMA bardaga gegn Shaun Conway á laugardaginn. Remek hefur áður keppt í boxi og kickboxi en stígur nú í búrið í fyrsta sinn líkt og andstæðingurinn. Bardaginn fer fram í 69 kg hentivigt.

Aron Leó Jóhannsson (1-0) átti að berjast á kvöldinu en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Bardögunum verður streymt og mun Reykjavík MMA sýna bardagana í húsnæði sínu á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular