Strákarnir frá Mjölni tókst ekki að vinna sér inn miða á ADCC um helgina. Heilt yfir má segja árangurinn góðan hjá strákunum, en það var Kristján Helgi og Mikael Aclipen sem áttu besta árangurinn í dag með 2 sigra í 3 glímum hvor.
Kristján Helgi úr leik í 8 manna úrslitum
Kristján Helgi lék í fámennum flokki sem byrjaði í 32 manna riðli. Kristján byrjaði á því að fá dæmdan sigur gegn Borys Borysenko (UKR) sem mætti ekki til leiks / Walk over. Þar næst mæltti Kristján heimamanninum Luka Vuksan og sigraði hann með uppgjafartaki eftir 5:30 min – en Kristján leiddi viðureignina gegn Luka Vuksan 3 – 0 upp að því.
Kristján lék svo í 8 manna úrslitum og mætti Amr Ghoneim frá Egyptalandi. Glíman entist allar 6 mínúturnar og þurfti Kristján að sætta sig við 2-0 tap á stigum.
Mikael Aklipen með tvo sigra í 3 glímum
Mikael byrjaði mótið með því að sigra þjóðverjan Nico Pulvermuller með heel hook og svo bretan Dominic Klingher með dómara ákvörðun í 32 manna úrslitum.
Í 16 manna úrslitum mætti Mikael hins vegar Davis Asare og tapaði fyrir uppgjafartaki þegar 23 sekúndur voru eftir á klukkunni.
Stefán fannar og Logi Geirs ótrúlega samstíga
Stefán og Logi voru hrikalega samtaka í -79.9 kg flokki og miðað við niðurstöðurnar, þá ætla ég að giska á að þeir hafi deilt hótelherbergi líka.
Stefán og Logi fengu báðir dæmt bye / gefins sigur í fyrstu umferð, sigra svo sínar glímur í 32 manna úrslitum og detta svo báðir úr leik í 16 liða úrslitum.
Stefán byrjaði keppnina á því að sigra Bosníumanninn Belmir Ahmespahic 4-0 á stigum, en tapaði svo í 16 manna úrslitum fyrir bretanum Faris Ben-Lamkadem sem seinna tapaði í undanúrslitum.
Logi Geirsson byrjaði keppnina á því að fá dæmdan sigur með Walk Over þegar andstæðingurinn hans, Tom Clarke, mætti ekki til leiks þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu glímuna sína. Logi hélt svo áfram í 16 manna úrslit þar sem hann þurfti að sætta sig við tap gegn þjóðverjum Linus Von Schrenk.
Beint í reynslubankann
Haukur Birgir, Bjarki Ómars., Vilhjálmur og Breki Harðarson þurftu allir að sætta sig við stutt mót eftir tap í 64 manna úrslitum – Sem vonandi fer beint í reynslubankann.