Friday, July 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJMjölnis strákarnir komnir til Króatíu og tilbúnir í ADCC trials

Mjölnis strákarnir komnir til Króatíu og tilbúnir í ADCC trials

ADCC Europe, Middle East & African Qualifier verður haldin um helgina og sendu Mjölnirsmenn 8 keppendur á mótið. Gunnar Nelson og Luca ferðast með hópnum en keppa ekki sjálfir. Alls eru 498 keppendur skráðir til leiks á mótinu og freista þess að vinna miða á aðalkeppnina í ágúst.

Þetta er líklega stærsta BJJ keppnisferð sem Mjölnir hefur sett saman í nokkuð langan tíma. Kristján Helgi segir ekki óvanalegt að menn fari 5 saman út, en þetta árið var stemningin meiri og fleiri strákar vildu keppa og sækja sér reynslu. Stemningin í hópnum er góð og eru strákarnir eru við þessar mundir að leggja loka hönd á undirbúninginn. 

[Stemningin] er bara geggjuð… erum að fara æfa á eftir, sumir þurfa að kötta aðeins og svo er vigtun á eftir. Svo keyrum við þetta í gang á morgun allir hressir.

– Kristján Helgi

Heilt yfir er reynslustigið mismunandi. Flestir eru að fara í sína aðra keppnisferð en Kristján Helgi er sjálfur reynslumestur af keppendunum og keppir núna í sitt þriðja skipti. Fyrsti dagur hefst á morgun og raðaðist dagurinn með eftirfarandi hætti: 

Haukur Birgir Jónsson, -65 kg – Men Professional @haukurbirgiir

Haukur Birgir fékk Bye / Gefins sigur í fyrstu umferð og fer beint í 32-manna úrslit í sínum flokki. Hann mun mæta annað hvort Norðmanninum Daniel Amundsen eða slóvakanum Nino Ondris. 

Vilhjálmur Arnarsson, -76.9 kg – Men Professional @villiturtle

Villi mætir heimamanninum og brún beltingnum Ivan Rakocija, sigurvegarinn mætir svo Roni Silvennoinen frá Finnlandi. 

Breki Harðarson, -76.9 kg – Men Professional @breki_hardar

Mætir Mateusz Flaga frá Póllandi. Sigurvegarinn í viðureigninni mun mæta Cristian Rota frá Ítalíu.

Mikael Aclipen, -76.9 kg – Men Professional @mikkiaclipen

Mikael mætir hrikalega reynslu miklum manni frá Þýskalandi, Nico Pulvermuller. Sigurvegarinn mun mæta Dominic Klingher frá Englandi.

Bjarki Ómarsson, -76.9 kg – Men Professional @bjarkiom

Bjarki Ómarsson mun hefja leika gegn austurríkis manninum Milan Hanak og mun sigurvegarinn úr glímunni þeirra mæta hinum 24 ára gamla Vasileios Spyropoulos frá Grikklandi. 

Logi Geirsson, -87.9 kg – Mens Professional @logigeirsson

Logi geirsson byrjar mótið með Bye / gefins sigur og fer beint 32 manna úrslit. Hann mun mæta annað hvort Tom Clarke frá Bretlandi eða Muhamed Adzamija frá Bosníu.

Stefán Fannar, -87.9 kg – Mens Professional @stebbifannar

Stefán Fannar fékk Bye / gefins sigur í fyrstu umferð um mun mæta annað hvort Semi Göze frá Sviss eða Bosníumanninn Belmir Ahmespahic.

Kristján Helgi Hafliðason, -98.9 kg – Mens Professional @kristjanhelgi

Síðast en ekki síst er það Kristján Helgi sem mætir Úkraínu manninum Borys Borysenko. Sigurvegarinn mun svo mæta Luka Vuksan, heimamanni.

ADCC Trials á Smoothcomp

Hægt er að fylgjast með gangi mála inn á Instagram og inn á Smoothcomp hér:

https://smoothcomp.com/en/event/13607/participants

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular