spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRick Story mætir Erick Silva í júní

Rick Story mætir Erick Silva í júní

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Erick Silva og Rick Story mætast á úrslitakvöldi The Ultimate Fighter: Brazil þann 27. júní í Sao Paulo. Rick Story hefur ekki keppt síðan hann sigraði okkar mann, Gunnar Nelson, í Svíþjóð á síðasta ári.

Rick Story ökklabrottnaði í 2. lotu gegn Gunnari Nelson og þurfti á aðgerð að halda. Hann hefur tekið því rólega síðan en er nú kominn á fullt ról.

Báðir menn hafa átt mjög brotakenndan feril í UFC. Erick Silva hafði ekki sigrað tvo bardaga í röð eftir komu sína í samtökin fyrr en hann sigraði Josh Koscheck nú í mars. Þetta er svipuð saga og hjá Rick Story en ferill hans hefur verið mjög sveiflusamur og er hann á tveggja sigra sigurgöngu í fyrsta skipti í fjögur ár. Það ber þó að hafa í huga að tvö af síðustu töpum hans komu eftir klofnar dómaraákvarðanir sem hefðu hæglega getað dottið réttu megin fyrir Story.

Rick Story er mun hærra settur á styrkleikalista UFC þar sem hann heldur 11. sæti en Silva er ekki einu sinni á topp 15 listanum. Líkt og sex af síðustu sjö bardögum hans er Silva á heimavelli.

Fyrsta lotan mun hafa margt að segja í þessum bardaga. Allir sigrar Erick Silva hafa komið í fyrstu lotu á meðan þrjú af hans síðustu töpum hafa komið í 2. eða 3. lotu. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og því fimm lotur. Það verður því mikilvægt fyrir Story að lifa af fyrstu lotuna og þá snarhækka sigurlíkur hans.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular