Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaRick Story mætir Erick Silva í júní

Rick Story mætir Erick Silva í júní

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Erick Silva og Rick Story mætast á úrslitakvöldi The Ultimate Fighter: Brazil þann 27. júní í Sao Paulo. Rick Story hefur ekki keppt síðan hann sigraði okkar mann, Gunnar Nelson, í Svíþjóð á síðasta ári.

Rick Story ökklabrottnaði í 2. lotu gegn Gunnari Nelson og þurfti á aðgerð að halda. Hann hefur tekið því rólega síðan en er nú kominn á fullt ról.

Báðir menn hafa átt mjög brotakenndan feril í UFC. Erick Silva hafði ekki sigrað tvo bardaga í röð eftir komu sína í samtökin fyrr en hann sigraði Josh Koscheck nú í mars. Þetta er svipuð saga og hjá Rick Story en ferill hans hefur verið mjög sveiflusamur og er hann á tveggja sigra sigurgöngu í fyrsta skipti í fjögur ár. Það ber þó að hafa í huga að tvö af síðustu töpum hans komu eftir klofnar dómaraákvarðanir sem hefðu hæglega getað dottið réttu megin fyrir Story.

Rick Story er mun hærra settur á styrkleikalista UFC þar sem hann heldur 11. sæti en Silva er ekki einu sinni á topp 15 listanum. Líkt og sex af síðustu sjö bardögum hans er Silva á heimavelli.

Fyrsta lotan mun hafa margt að segja í þessum bardaga. Allir sigrar Erick Silva hafa komið í fyrstu lotu á meðan þrjú af hans síðustu töpum hafa komið í 2. eða 3. lotu. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins og því fimm lotur. Það verður því mikilvægt fyrir Story að lifa af fyrstu lotuna og þá snarhækka sigurlíkur hans.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular