spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRick Story snýr aftur í MMA og semur við PFL

Rick Story snýr aftur í MMA og semur við PFL

Fyrir rúmu ári síðan tilkynnti Rick Story að hann ætlaði að taka sér pásu frá MMA. Í The MMA Hour í kvöld greindi hann frá því að hann muni snúa aftur í MMA og hefur samið við PFL.

Rick Story barðist síðast gegn Donald Cerrone á UFC 202 í ágúst 2016. Það var síðasti bardagi hans á samningnum við UFC og lýsti hann því yfir í febrúar 2017 að hann ætlaði sér að taka sér pásu frá MMA. Story hefur glímti við erfið meiðsli og vildi gefa skrokknum tíma til að jafna sig eftir langan feril. Hann sat þó ekki á auðum höndum og fór í nám til að gerast slökkviliðsmaður.

Hann hefur nú klárað námið og jafnað sig á meiðslunum og ætlar því að snúa aftur. Story samdi þó ekki við UFC heldur tók samningsboði PFL. PFL (Professional Fighters League) hétu áður WSOF en í bardagasamtökunum er útsláttarkeppni í hverjum þyngdarflokki en sigurvegarinn fær svo milljón dollara. Útsláttarkeppnin í veltivigtinni fer fram í júní en sigurvegarinn verður krýndur 31. desember.

Rick Story var fyrsti maðurinn til að sigra Gunnar Nelson á sínum tíma en Story barðist 19 bardaga í UFC. Hinn 33 ára Story verður væntanlega talinn líklegur til sigurs í útsláttarkeppninni ef hann nær að halda sér heilum út keppnina.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular