0

Umræðan: Mun Conor berjast aftur á þessu ári?

Nú þegar rúmir tveir mánuðir eru liðnir af árinu bólar ekkert á endurkomu Conor McGregor. Enginn veit hvenær hann mun snúa aftur eða hvort hann berjist aftur yfir höfuð. Hér velta pennar MMA Frétta því fyrir sér hvort Conor McGregor muni berjast á þessu ári.

Pétur Marinó Jónsson: Já ég held að hann berjist aftur og það á þessu ári. Vona það innilega og held hann hafi ennþá viljann til þess. Það væri geggjað að sjá það í sumar en ef maður á að vera raunsær held ég að það verði ekki fyrr en í haust.

Ég held að hann hafi ennþá hungur til að berjast, þrátt fyrir allan peninginn og glamúrinn. Þó það sé örugglega erfiðara að fara á æfingu til að láta kýla sig í andlitið þegar þú þarft þess ekki fjárhagslega séð, þá held ég að hungrið sé ekki farið og fighterinn sé ennþá til staðar.

Það er ekkert eins þreytt eins og að sjá hann pósta myndum af skónum sínum og úrunum sínum á samfélagsmiðlunum en maður hefur séð aaaaðeins meira af æfingamyndum og skotum á mögulega andstæðinga að undanförnu. Kannski mun hann ekkert nenna að berjast aftur en heldur áfram að vera með kjaft til að koma nafninu sínu í fjölmiðla. Ég held þó að hann berjist aftur á þessu ári en langbest væri að sjá hann gegn sigurvegaranum úr bardaga Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov en svo gæti hann endað á að berjast við GSP eða Nate Diaz bara. Allt í kringum hann er orðið mjög þreytt, enda tengist það ekkert MMA, og verður ennþá þreyttara ef hann berst ekki í ár.

Óskar Örn Árnason: Hver veit, segi samt já, einu sinni í árslok. Vona að það verði sigurvegarinn af Khabib/Ferguson en alveg jafn líklegt er GSP í 165/170 pundum, nú eða Diaz. Ég er annars orðinn þreyttur á þessari umræðu. Leiðinlegt þegar menn verða of góðir til að verja beltin sín, hef litla þolinmæði fyrir því.

Arnþór Daði Guðmundsson: Miðað við umræðuna síðustu vikur er farið að líta út fyrir að Conor langi til þess að berjast aftur á næsunni. Instagram, Frankie Edgar og margt annað bendir til þess. Hins vegar er spurningin alltaf sú hvort hann sé ekkert að pæla í MMA og sé aðeins að halda sér í umræðunni. Ég sé hann allavega ekki fara aftur í 145 pundin. Ef hann mun berjast aftur á árinu þá verður það sennilega um léttivigtarbeltið eða til þess að loka þríleiknum við Nate Diaz, sem ég á síður von á einhverra hluta vegna.

Sama hvað gerist þá hljótum við öll að vona að Conor láti sjá sig í UFC sem allra fyrst enda er sportið örlítið síðra án hans.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég segi já. Conor er samt í þeirri sérstöku stöðu að þurfa ekki að gera neitt – hann græddi svo mikið á þessum Mayweather bardaga að hann gæti sest í helgan stein og haft það gott.

Það að hann sé spenntur fyrir því að keppa við Frankie Edgar um engan titil í fjaðurvigtinni, frekar en að verja léttvigtartitilinn, finnst mér segja mikið um hvar hausinn á honum er. Conor er með 15 cm lengri faðm en Frankie og í þau skipti sem við höfum séð Conor í vandræðum hefur það verið gegn andstæðingum með svipaða faðmlengd. Það er fullt af spennandi áskorendum í léttvigtinni en af einhverri ástæðu virðist Conor ekki vera spenntur fyrir því að verja beltið sitt.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply