Á laugardaginn fer UFC on Fox: Holm vs. Shevchenko fram í Chicago. Eins og venjan er fyrir þessi Fox bardagakvöld gefur UFC út þætti um þrjá stærstu bardagana.
Holly Holm snýr aftur á laugardaginn eftir að hafa tapað titlinum til Mieshu Tate í mars á þessu ári. Hún mætir Valentinu Shevchenko sem tapaði síðast fyrir núverandi meistara, Amanda Nunes.
https://www.youtube.com/watch?v=aWQLIJjWsXk
Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Edson Barboza og Gilbert Melendez. Barboza er að koma til baka eftir stærsta sigur ferilsins en síðast sigraði hann Anthony Pettis í apríl. Melendez hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Eddie Alvarez í fyrra en eftir bardagann féll Melendez á lyfjaprófi.
https://www.youtube.com/watch?v=mqx3elXpJo8
Þær Kailin Curran og Felice Herrig hafa báðar tapað fyrir Paige VanZant. Þær mætast nú á laugardaginn í þriðja síðasta bardaga kvöldsins.
https://www.youtube.com/watch?v=t2YWpAa39t0