spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobert Whittaker mætir Israel Adesanya í október

Robert Whittaker mætir Israel Adesanya í október

UFC staðfesti fyrr í kvöld titilbardaga Robert Whittaker og Israel Adesanya í millivigt. Bardaginn fer fram þann 5. október en staðsetning er óljós.

UFC hélt blaðamannafund fyrr í kvöld í Las Vegas þar sem næstu stóru bardagar voru kynntir. Þar var bardagi Robert Whittaker og Israel Adesanya staðfestur.

Robert Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en hefur ekki barist síðan hann sigraði Yoel Romero í júní 2018. Whittaker átti að mæta Gastelum í febrúar en þurfti að hætta við bardagann samdægurs vegna kviðslits. Gastelum og Adesanya börðust því um bráðabirgðartitilinn í apríl þar sem Adesanya sigraði í frábærum bardaga.

Beltin verða nú sameinuð þann 5. október þegar Whittaker mætir Adesanya á UFC 243 en ekki er vitað hvar bardagakvöldið fer fram. Talið er að bardaginn gæti farið fram í Ástralíu enda Whittaker Ástrali og Adesanya búið í Nýja-Sjálandi frá 11 ára aldri.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular