spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobert Whittaker mætir Yoel Romero aftur á UFC 225

Robert Whittaker mætir Yoel Romero aftur á UFC 225

Robert Whittaker er orðinn heill heilsu og verður hans fyrsta titilvörn í sumar. Þá mætir hann Yoel Romero aftur en bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 225.

Robert Whittaker varð bráðabirgðarmeistari í millivigt eftir sigur á Yoel Romero í júlí síðastliðnum. Georges St. Pierre varð svo millivigtarmeistari eftir sigur á Michael Bisping á UFC 217 en lét beltið af hendi skömmu síðar. Whittaker var í kjölfarið gerður að alvöru meistara millivigtarinnar.

Fyrsta titilvörn Whittaker átti að vera í Ástralíu í febrúar gegn Luke Rockhold en eftir alvarlega sýkingu þurfti Whittaker að draga sig úr bardaganum og kom Yoel Romero inn í hans stað. Bardagi Romero og Rockhold átti að vera upp á bráðabirgðarbeltið en Romero náði ekki tilsettri þyngd og var því ekkert belti undir. Romero sigraði hins vegar með rothöggi í 3. lotu og fékk titilbardaga í kjölfarið.

UFC 225 fer fram í Chicago þann 9. júní og er bardagakvöldið hægt og rólega að taka á sig mynd. Eftirtaldir bardagar hafa verið staðfestir á kvöldið:

Titilbardagi í millivigt: Robert Whittaker gegn Yoel Romero
Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha gegn Carla Esparza
Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn Sergio Pettis
Þungavigt: Alistair Overeem gegn Curtis Blaydes
Léttþungavigt: Rashad Evans gegn Anthony Smith

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular