Fyrsta titilvörn Robert Whittaker hefur verið slegin á frest. Whittaker er meiddur og getur ekki mætt Luke Rockhold í febrúar eins og til stóð.
Þetta eru mikil vonbrigði enda átti Whittaker að verja titilinn á sínum heimaslóðum en í hans stað kemur Yoel Romero. Þeir Romero og Rockhold munu mætast um enn einn bráðabirgðartitilinn og sigurvegarinn svo mæta Whittaker þegar hann nær heilsu.
Breaking on ESPN: Robert Whittaker has pulled out of UFC 221 next month due to injury. Luke Rockhold vs. Yoel Romero for interim title will headline, per UFC. Whittaker will face winner. https://t.co/fhl4dCXUHR
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) January 13, 2018
Rough one. Whittaker was obviously THE guy to headline UFC 221 and sources say he tried to fight through several issues. Wasn’t possible. Rockhold/Romero is a long time in the making and a great fight, but feel for Rob.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) January 13, 2018
Romero átti að mæta David Branch síðar í febrúar í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando 24. febrúar. Branch fær væntanlega nýjan andstæðing og vantar UFC því aðalbardaga þá. Romero hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Whittaker í júlí í fyrra.
Robert Whittaker varð bráðabirðarmeistari UFC í millivigtinni eftir sigur á Romero í fyrra. Georges St. Pierre sigraði svo Michael Bisping um millivigtartitilinn í nóvember en lét beltið af hendi þar sem hann ætlar sér ekki að dvelja lengur í millivigt. Whittaker var því gerður að alvöru meistaranum en nú fáum við nýjan bráðabirgðarmeistara í febrúar.
UFC 221 fer fram þann 11. febrúar í Perth í Ástralíu. Óhætt er að segja að það sé fátt um fína drætti á bardagakvöldinu og var Whittaker lang stærsta aðdráttaraflið fyrir heimamenn.