spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRobert Whittaker reyndi að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast

Robert Whittaker reyndi að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast

Robert Whittaker þurfti því miður að draga sig úr leik í gær aðeins nokkrum klukkutímum fyrir áætlaðan bardaga gegn Kelvin Gastelum. Whittaker reyndi hvað hann gat að halda sér í bardaganum en það hefði getað verið stórhættulegt.

Ástralinn Robert Whittaker átti að verja millivigtartitilinn sinn á UFC 234 í nótt í Melbourne í Ástralíu. Það var mikið áfall fyrir Whittaker að draga sig úr bardaganum enda átti hann að vera aðalstjarna kvöldsins.

Whittaker var með slæmt kviðslit og fór umsvifalaust í aðgerð.

„Hann var með magaverki og var loksins sendur upp á spítala af UFC kl. 1 um nóttina. Hann reyndi eins og hann gat að halda sér í bardaganum og neitaði fyrst allri meðhöndlun lækna sem myndi koma í veg fyrir að hann myndi berjast. Hann fór svo í aðgerð kl. 4:30 vegna kviðslits sem hefði getað haft áhrif á þarmana,“ sagði Alex Prates, einn af þjálfurum Whittaker.

Þrátt fyrir að vera með stöðuga verki reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast. „Hann vildi ekki fara í aðgerð. Hann spurði hvort hægt væri að fresta aðgerðinni og vildi berjast sama hvað en það kom ekki til greina hjá læknunum. Þetta var mjög alvarlegt og nú einbeita allir sér að því að Robert nái fullri heilsu.“

Whittaker sendi frá sér yfirlýsingu í gær.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Robert Whittaker (@robwhittakermma) on

Ástandið var alvarlegra en bara venjulegt kviðslit og sagði Dana White, forseti UFC, að það hefði verið lífshættulegt að berjast.

„Þetta er eitt af þessum sjaldgæfum atvikum þar sem læknirinn sagðist aldrei hafa séð svona áður hjá ungum manni. Þetta er vanalega eitthvað sem gerist bara hjá gömlu fólki. Ristillinn og þarmarnir þrýstu sér í gegnum gat innvortis en þetta gerðist ekki bara eftir vigtunina. Læknarnir telja að þetta hafi verið að viðgangast áður og hafi verið að þrýstast inn og út um gatið,“ sagði Dana á bardagakvöldinu í gær.

„Hefði þetta poppað út í bardaganum hefði það getað verið banvænt fyrir hann. Þetta var mjög alvarlegt en á þessari stundu vitum við ekki alveg hvernig aðgerðin fór. Ef allt gekk eftir verður hann frá í fjórar vikur. Þetta er mjög sjaldgæft og læknirinn okkar sem hefur 30 ára reynslu hefur aldrei séð annað eins og aldrei hjá svona ungum manni.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular