spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRobin Black: Ef Gunnar verður upp á sitt besta mun hann vinna...

Robin Black: Ef Gunnar verður upp á sitt besta mun hann vinna Dong Hyun Kim

Robin Black og John Ramdeen skoðuðu á dögunum þá bardaga sem gætu flogið undir radarinn hjá bardagaaðdáendum. Einn af þeim bardögum er viðureign Gunnars Nelson gegn Dong Hyun Kim.

Gunnar Nelson mætir Dong Hyun Kim í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Belfast þann 19. nóvember. Viku áður fer UFC 205 fram og er mikið talað um bardagana þar og eru því nokkrir bardaga sem eiga það til að gleymast.

Robin Black hefur mikið álit á Gunnari og telur að hann muni vinna Dong Hyun Kim verði hann upp á sitt besta. Dong Hyun Kim hefur aðeins tapað fyrir mönnum á borð við Tyron Woodley, Carlos Condit og Demian Maia (reyndar eftir vöðvakrampa). Það yrði því flott rós í hnappagatið hjá Gunnari fari hann með sigur af hólmi gegn Kóreumanninum.

Að mati Robin Black er þetta einn besti bardaginn sem er framundan og erum við ekki ósammála því.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular