spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRólegur fyrsti dagur hjá Gunnari í Kaupmannahöfn

Rólegur fyrsti dagur hjá Gunnari í Kaupmannahöfn

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson og hans fylgdarlið héldu til Kaupmannahafnar í dag. Gunnar berst gegn Gilbert Burns á laugardaginn en þetta er fyrsta heimsókn UFC til Kaupmannahafnar.

Gunnar flaug út til Kaupmannahafnar í morgun eftir æfingabúðir á Íslandi og á Írlandi. Gunnar átti upphaflega að mæta Thiago Alves en sá bardagi var staðfestur 26. júní. Þetta hafa því verið sérstaklega langar æfingabúðir fyrir Gunnar.

Tveimur vikum fyrir bardagann meiddist Alves hins vegar og kemur Gilbert Burns í hans stað. Gunnar byrjaði æfingabúðirnar hér heima en dvaldi síðan í Írlandi í rúman mánuð áður en hann kláraði langar æfingabúðir hér heima.

Fyrsti dagurinn í Kaupmannahöfn var fremur rólegur. Gunnar fær tilbúnar máltíðir frá George Lockhart upp á herbergi og drekkur mikið vatn til að ofhlaða líkamann að vatni (e. water loading) áður en því verður skolað burt síðustu klukkutímana að vigtun. Gunnar tók síðan æfingu seint í kvöld (þriðjudag) og er í góðu standi fyrir laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular