Ronda Rousey var rotuð af Holly Holm á UFC 193 á laugardaginn. Rousey var auðvitað ringluð eftir höggið en ætlaði að halda áfram.
Þessu komst notandi á Reddit að þegar hann hlustaði á hljóðupptökur af horninu hennar Rousey. Á upptökunni mátti heyra Rousey vankaða og átti hún erfitt með að meðtaka hvað gerðist. Hún hélt því stöðugt fram að hún hefði ekki rotast og hún hafi verið í lagi. Rousey neitaði að setjast á stólinn eftir tilsögn læknanna þar sem hún ætlaði að halda áfram.
Áhorfendur sem kaupa bardagakvöldið á Fight Pass rás UFC geta horft á bardagana með hljóðupptökum úr hornum bardagamanna. Þegar hlustað er á horn Rousey kom margt annað áhugavert í ljós.
Enn á ný er Edmon Tarverdyan gagnrýndur fyrir ráð sín. Á upptökunum heyrist lítið frá honum nema þegar hann hrópar „agi“ og „haltu höndunum uppi“. Í hvert sinn sem Rousey var í vandræðum heyrðist ekkert frá honum.
Herb Dean var dómarinn í bardaganum og má heyra hann segja Tarverdyan að tala við Rousey. „Talaðu við hana, vertu hreinskilinn,“ sagði Herb Dean við Tarverdyan.
í þessum bardaga kom í ljós hann er ekki hæfur þjálfari fyrir hana.