spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda Rousey skammast sín fyrir frammistöðuna á UFC 193

Ronda Rousey skammast sín fyrir frammistöðuna á UFC 193

holly holm
Mynd: Esther Lin (MMA Fighting)

Ronda Rousey dró sig í hlé frá sviðsljósinu eftir tap sitt gegn Holly Holm á UFC 193. ESPN hefur náð fyrsta viðtalinu við hana eftir bardagann og þar segist hún skammast sín fyrir slaka frammistöðu.

Eins og flestum er kunnugt um sigraði Holly Holm Rondu Rousey með rothöggi á UFC 193. Rousey var flutt á spítala beint eftir bardagann og meðal þeirra meiðsla sem Rousey hlaut var sprungin vör, áverkir á háls og lausar tennur. Rousey telur að það gætu liðið þrír til sex mánuðir þangað til hún geti borðað epli aftur, hvað þá barist.

Í viðtalinu er Rousey mjög gagnrýnin á sína eigin frammistöðu. Hún greinir frá því að Holm hafi lent höggi snemma í fyrstu lotu sem tók hana út af laginu. Í framhaldi þess segist hún hafa verið dösuð, kraftlaus í fótunum og ekki getað hugsað skýrt. Hún man eftir að hafa sagt við sjálfa sig „þetta verður allt í lagi eins lengi sem ég held áfram að berjast“.

Rousey gerir sér fulla grein fyrir hversu slök frammistaða hennar var eftir höggið. „Ég skammast mín bara svo mikið fyrir hvernig ég barðist eftir þetta. Það er eins og ég hafi ekki verið á staðnum,“ sagði Rousey.

Fyrir bardagann gegn Holm hafði Rousey gælt við þá hugmynd að leggja hanskana á hilluna og einbeita sér að öðrum hlutum. Tapið virðist hafa kveikt neista og drifkraft hjá Rousey sem ætlar að einbeita sér meira að MMA núna.

Rousey segist vera staðráðin í því að snúa sem fyrst aftur í búrið. „Ég verð að koma aftur, ég verð að sigra þessa konu. Hver veit, kannski á ég eftir að brjóta kjálkann á mér, missa tennur eða rífa vörina mína aftur. En ég verð að gera það, það skiptir ekki máli, ég verð að gera það.“

Nú stefnir Rousey á annan bardaga gegn Holm. Talið var að þær mundu mætast aftur á UFC 200 í júlí á næsta ári en það gæti verið hæpið ef Rousey verður frá í sex mánuði.

Heldur þú að þú vitir hverjir vinna á UFC 194? Sannaðu það á Fanaments.com og kepptu um €500 evru pottinn!

Það eina sem þú þarft að gera til þess að taka þátt er:

  1. Fara inná www.fanaments.com og stofna nýjan aðgang með prómó kóðanum MMAFRETTIR sem gefur frían miða í mótið.
  1. Smella á „Enter“ hjá mótinu „UFC 194 – €500 GTD“ og velja þína fimm bardagamenn.
  1. Staðfesta þitt val í mótið

Sannaðu fyrir þér og öðrum að þú vitir eitthvað um UFC! Skráðu þig núna og taktu þátt!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular