spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRonda Rousey snýr aftur - Mætir Amöndu Nunes í desember

Ronda Rousey snýr aftur – Mætir Amöndu Nunes í desember

rousey-nunesDana White tilkynnti nú fyrir skömmu að Ronda Rousey muni snúa aftur þann 30. desember. Rousey mætir þá núverandi meistara, Amöndu Nunes, á UFC 207 þann 30. desember.

Þetta tilkynnti hann í þættinum The Herd fyrr í dag. Þetta verður fyrsti bardagi Rondu Rousey síðan hún tapaði titlinum til Holly Holm þann 15. nóvember síðastliðinn.

Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193 í Ástralíu. Bardaginn var nokkuð einhliða og var Rousey gagnrýnd fyrir lélega leikáætlun í bardaganum. Þetta var fyrsta tap Rousey í MMA og var tapið mikið áfall fyrir hana.

Ekki er vitað hversu mikið hún hefur verið að æfa síðan þá en Rousey hefur verið upptekin við ýmis verkefni í Hollywood. Á meðan hefur beltið sem Rousey hélt svo lengi farið á milli eigenda eins og heit kartafla.

Holly Holm tókst ekki að verja beltið eftir sigurinn á Rousey og tapaði fyrir Mieshu Tate eftir uppgjafartak í 5. lotu. Tate tókst ekki heldur að verja beltið en Nunes kláraði Tate með uppgjafartaki í 1. lotu á UFC 200 í sumar.

Nunes er með níu rothögg á ferilskránni og spurning hvort við sjáum tíunda rothöggið gegn Rousey í desember. Þetta er eini bardaginn sem staðfestur hefur verið á UFC 207 en bardagakvöldið fer fram í T-Mobile Arena í Las Vegas þann 30. desember.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular