Rory MacDonald hefur ákveðið að yfirgefa Bellator og fer beint til PFL. MacDonald mun keppa í veltivigtarmóti PFL á næsta ári.
Rory MacDonald samdi við Bellator árið 2016 eftir að hafa gert það gott í UFC í nokkur ár. Í Bellator tókst honum að verða veltivigtarmeistari en tapaði beltinu til Douglas Lima í október.
Samningur MacDonald við Bellator kláraðist eftir bardagann við Lima í október og hefur hann nú ákveðið að semja við Professional Fighters League. MacDonald mun keppa í veltivigtarmóti PFL á næsta ári en sigurvegari mótsins fær eina milljón dollara.