Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeForsíðaMyndband: Bardagarnir hjá Sigursteini og Venet um síðustu helgi

Myndband: Bardagarnir hjá Sigursteini og Venet um síðustu helgi

Tveir Íslendingar kepptu á Golden Ticket bardagakvöldinu í Birmingham um síðustu helgi. Bardagarnir eru komnir á netið og er hægt að sjá þá í heild sinni hér.

Sigursteinn Óli Ingólfsson barðist sinn fyrsta MMA bardaga um síðustu helgi. Sigursteinn mætti Michael Jones í bantamvigt en átti upphaflega að mæta Julian Harris í fluguvigt. Jones kom inn í bardagann með tveggja daga fyrirvara og var 2-0 fyrir bardagann. Sigursteinn sigraði eftir dómaraákvörðun en hann er aðeins tvítugur að aldri.

Venet Banushi var einnig að keppa sinn fyrsta MMA bardaga. Venet mætti CJ Ward í léttvigt og fór bardaginn einnig allar þrjár loturnar. Venet sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular