spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRory MacDonald mætir Jon Fitch á Bellator 220

Rory MacDonald mætir Jon Fitch á Bellator 220

Bellator 220 fer fram á laugardagskvöldið þar sem Rory MacDonald mætir Jon Fitch í aðalbardaga kvöldsins. Nokkrir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá og þekkt nöfn að berjast.

Fyrsta umferð í veltivigtarmóti Bellator klárast með bardaga Rory MacDonald og Jon Fitch. MacDonald er ríkjandi veltivigtarmeistari og verður bardaginn gegn Fitch því titilvörn þó Fitch sé ekki áskorandi nr. 1. MacDonald freistaði þess að verða tvöfaldur meistari en tapaði fyrir Gegard Mousasi um millivigtartitilinn. Það var hans síðasti bardagi og spurning hvernig hann kemur til baka eftir erfitt tap.

Sigurvegarinn hér mætir svo Neiman Gracie í undanúrslitum en hin undanúrslitaviðureignin verður á milli Douglas Lima og Michael Page. Veltivigtarmótið er hlaðið skemmtilegum bardagamönnum og hefur lukkast vel hingað til.

Á Bellator 220 mun fluguvigtarmeistari kvenna, Ilima-Lei Macfarlane, mæta Veta Arteaga í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þá mun Benson Henderson mæta Adam Piccolotti um kvöldið og Phil Davis mætir Liam McGeary öðru sinni.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Bardagakvöldið er sýnt á DAZN streymisþjónustunni sem ekki er aðgengileg á Íslandi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular