Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentAlex Oliveira snýr aftur í búrið eftir tapið gegn Gunnari

Alex Oliveira snýr aftur í búrið eftir tapið gegn Gunnari

Mynd: Snorri Björns.

Brasilíumaðurinn Alex ‘Cowboy’ Oliveira snýr aftur í búrið á laugardaginn á UFC Fight Night: Jacaré vs. Hermansson. Þetta verður fyrsti bardaginn hans síðan hann tapaði gegn Gunnari Nelson.

Gunnar Nelson sigraði Alex Oliveira með hengingu í 2. lotu. Skömmu áður hafði Oliviera fengið stóran skurð eftir svakalegan olnboga frá Gunnari og blæddi allverulega. Oliveira fékk fyrir vikið myndarlegan skurð og þurfti að taka góða pásu frá æfingum.

Pásunni er nú lokið og snýr hann aftur í búrið í kvöld. Oliveira mætir þar Mike Perry í þriðja síðasta bardaga kvöldsins  en í viðtali við MMA Fighting segir Oliveira að tapið gegn Gunnari hefði alveg eins getað verið skráð sem tæknilegt rothögg enda hafi olnboginn sem gerði skurðinn á honum haft mun meiri áhrif á sig heldur en hengingin sem kláraði bardagann.

Oliveira átti upphaflega að berjast á móti Kínverjanum Li Jingliang en Mike Perry kom inn í staðinn. Perry er þekktur fyrir mikinn sorakjaft en Oliveira segir að Perry verði ekki mikið vandamál fyrir sér nema hann fari að tala illa um mömmu hans.

„Ég er tilbúinn í stríð, það er það gerir. Okkur líður báðum best standandi og það er við því að búast að bardaginn verði þannig, en það gæti breyst þegar á hólminn er komið. Þetta er MMA.”

Oliveira vonast einnig að sigur gegn Perry komi honum inn á topp 15 á styrkleikalista UFC og með sigri fái hann tækifæri gegn einhverjum á topp 10. Hann lofar því einnig að rota Perry í bardaganum og segir að Dana White geti farið að skrifa undir tékkann fyrir frammistöðubónus kvöldsins.

Oliveira á eiginlega skilið að ná góðum sigri í kvöld en skömmu eftir tapið gegn Gunnari sprakk handsprengja nálægt honum.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular