spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRose Namajunas: Beltið skiptir engu máli ef þú ert fáviti

Rose Namajunas: Beltið skiptir engu máli ef þú ert fáviti

Strávigtarmeistari kvenna, Rose Namajunas, leggur mikla áherslu á að vera öðrum góð fyrirmynd. Að hennar mati skiptir beltið engu máli ef þú hagar þér eins og fáviti.

Rose Namajunas átti einn óvæntasta sigur síðasta árs er hún rotaði Joanna Jedrzejczyk en með sigrinum tryggði hún sér strávigtartitilinn. Namajunas hefur aldrei tekið þátt í skítkasti í garð andstæðingsins fyrir bardaga og vill einungis nýta sviðsljósið til að gera heiminn betri. Þá sagði hún einnig að beltið skipti engu máli en það eina sem skipti máli er að vera góð manneskja.

Í viðtali við MMA Fighting hélt hún áfram á sömu nótum. „Þegar ég segi að beltið skipti engu máli er ég ekki að meina að það hafi enga þýðingu. Bara það að beltið skipti ekki eins miklu máli ef þú ert bara fáviti. Það að vera sú besta í heiminum hefur ekki eins mikla þýðingu fyrir mig ef ég er ekki góð manneskja þegar uppi er staðið, ef ég set ekki gott fordæmi fyrir annað fólk að vera betra við hvort annað,“ sagði Rose Namajunas.

„Til hvers að vera best í heimi i einhverju ef þú klórar þig á toppinn og ýtir öllum niður í stað þess að hýfa alla upp með þér?“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular