Saturday, May 18, 2024
HomeErlentRoy Nelson sparkaði létt í dómarann John McCarthy

Roy Nelson sparkaði létt í dómarann John McCarthy

roy-nelson-sparkarRoy Nelson og Antonio ‘Bigfoot’ Silva mættust í gær í Brasilíu. Roy Nelson var ósáttur með störf dómarans Big John McCarthy og sparkaði létt í hann.

Roy Nelson rotaði Bigfoot Silva í 2. lotu í gær. Nelson fannst dómarinn vera full lengi að stöðva bardagann og var alls ekki sáttur með hans störf. Nelson og Silva eru fínir félagar og hefði Nelson viljað sjá McCarthy stöðva bardagann mun fyrr. Nelson sparkaði því létt í dómarann og sendi honum fingurinn.

Nelson útskýrði hegðun sína í viðtalinu eftir bardagann.

Hugsanlega mun Roy Nelson fá einhverja refsingu fyrir þetta. Dana White hefur áður gefið mönnum lífstíðarbönn úr UFC fyrir það eitt að hrinda dómurum. Nelson og White hafa ekki beint verið perluvinir í gegnum tíðina og verður áhugavert að sjá hvort þetta muni hafa einhverjar afleiðingar fyrir Roy Nelson.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular