spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRVK MMA með 20 keppendur á Fightstar Interclub

RVK MMA með 20 keppendur á Fightstar Interclub

Reykjavík MMA sendi 20 manns að keppa á sunnudag á Fightstar Interclub. Í heildina börðust þau hátt í 70 bardaga en margir keppendur tóku 3-4 bardaga í MMA, kickboxi, boxi og glímu.

Bardagamótið er sérstaklega hannað fyrir grasrótina í bardagasenunni þar sem bardagamenn- og konur geta tekið sín fyrstu skref í afslöppuðu umhverfi. Keppendur skrá sig og er þeim raðað eftir reynslu: Level 1 til Level 4. Hægt er að keppa í MMA, kickboxi, boxi og nogi glímu. Þetta er því frábær vettvangur til að taka sína fyrstu bardaga og prófa sig áfram.

Keppendurnir sem fóru út fyrir hönd RVK MMA eru Andri Björn, Andri Diego, Elvar Þór, Emil Alfreðsson, Emil Magnússon, Hekla María, Hákon Jarl, Kristinn Dagur, Óliver Kristinsson, Valts Dundurs, Yonatan Fransisco, Baldur Logi, Bjartur Dalberg, Börkur Kristinsson, Eiríkur Þór, Emil Daði, Helgi Idder, Helena Pereira, Bergrún Lind og Hákon Örn.

Við óskum öllum keppendum til hamingju með fyrstu bardagana og verður gaman að fylgjast með þeim taka næstu skref.

Mynd: Ásgeir Marteinsson
Mynd: Ásgeir Marteinsson
Mynd: Ásgeir Marteinsson
Mynd: Ásgeir Marteinsson
spot_img
spot_img
spot_img
Brynjólfur Ingvarsson
Brynjólfur Ingvarsson
- Brúnt belti í brasilísku jiu jitsu - Keppnisreynsla í MMA - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Svart belti í Taekwondo
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular