spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSami steri fannst í lyfjaprófi Jon Jones daginn fyrir bardagann

Sami steri fannst í lyfjaprófi Jon Jones daginn fyrir bardagann

Lyfjapróf Jon Jones sem tekið var daginn fyrir hans síðasta bardaga innihélt leyfar af steranum turinabol. Þetta er sami steri og hefur dúkkað upp í smáu magni í lyfjaprófum hans undanfarið.

Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson á UFC 232 þann 29. desember. Þetta var fyrsti bardaginn hans eftir fall á lyfjaprófi í júlí 2017 þar sem anabólíski sterinn turinabol fannst í lyfjaprófinu daginn fyrir bardagann gegn Daniel Cormier.

Leyfar af anabólíska steranum turinabol fundust í lyfjaprófi Jones í aðdraganda bardagans gegn Gustafsson en USADA mat það sem svo að þetta væru leyfar frá fyrri inntöku og hefði Jones því þegar tekið út refsingu sína. USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC) segir að magnið hafi verið svo lítið að efnið væri ekki frammistöðubætandi og fengu helstu sérfræðinga heims til að gefa sitt sérfræði álit á lyfjaprófunum.

Fyrr í mánuðinum kom í ljós að Jones hefði staðist lyfjaprófið sem tekið var sama dag og bardaginn fór fram eða þann 29. desember. Nú hefur MMA Fighting greint frá því að 33 píkógrömm af sama efni hafi fundist í lyfjaprófinu daginn fyrir bardagann sem tekið var af VADA (voluntary Anti-Doping Agency).

Íþróttasambandið í Kaliforníu (CSAC) meðhöndlar málið og mun ekki refsa Jones fyrir leyfarnar. Andy Foster, formaður nefndarinnar, sagði að Jones hefði þegar fengið 15 mánaða bann fyrir sömu langtímaleyfar af efninu. „Ég talaði við sérfræðingana. Þeir standa við sína yfirlýsingu og ekkert hefur breyst. Við getum ekki refsað manni tvisvar fyrir sama brot,“ sagði Foster við MMA Fighting.

Engar opinberar rannsóknir hafa sýnt fram á að turinabol geti verið í líkamanum lengur en 40-50 daga en í tilviki Jones er efnið að finnast 17 mánuðum eftir að hann féll fyrst á lyfjaprófi fyrir efnið. Samkvæmt USADA eru vísindin stöðugt að þróast og er magnið sem finnst í Jones í örlitlu magni.

„Vísindalega séð er þetta möguleiki. Það voru engar skammtímaleyfar eða miðlungsleyfar sem eru í kerfinu í 3-4 vikur. Þetta bendir enn betur til að þessar langtímaleyfar hanga þarna í vefjum hans og koma upp við þyngdartap eins og í niðurskurði,“ sagði Jeff Novitzky, yfirmaður heilsu- og frammistöðumála UFC.

Hart er deilt um lyfjamál Jon Jones þar sem engar opinberar rannsóknir hafa sýnt fram á að turinabol geti fundist svo lengi í líkamanum. Sérfræðingarnir telja að þetta séu svokölluð púlsáhrif þar sem magn leyfanna hækki og lækki í líkamanum. Erfitt er að rannsaka efnið þar sem þetta er ólöglegur steri. Þessi púls áhrif gera það að verkum (að sögn Novitzky) að efnið er stundum að finnast í lyfjaprófum og stundum ekki en ekki er vitað hversu lengi efnið mun finnast hjá Jones.

9. ágúst: Ekkert fannst
29. ágúst: 8 píkógrömm fundust
18. september: 19 píkógrömm fundust
21. september: Ekkert fannst
2. október: Ekkert fannst
11. október: Ekkert fannst
14. nóvember: Ekkert fannst
9. desember: 60 píkógrömm fundust
28. desember: 33 píkógrömm fundust
29. desember: Ekkert fannst

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular