spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSantiago Ponzinibbio: Ég rota hvern þann sem stendur fyrir framan mig

Santiago Ponzinibbio: Ég rota hvern þann sem stendur fyrir framan mig

Santiago Ponzinibbio mætir Mike Perry í desember. Þetta verður hans fyrsti bardagi eftir sigurinn á Gunnari Nelson í sumar og telur Ponzinibbio að hann sé tilbúinn í titilbardaga gegn ríkjandi meistara.

Þeir Santiago Ponzinibbio og Mike Perry mætast á UFC on Fox 26 bardagakvöldinu í Winnipeg þann 16. desember. Mike Perry hefur farið hamförum síðan hann kom í UFC en allir sigrar hans á ferlinum hafa verið eftir rothögg. Perry er umdeildur bardagamaður en honum leiðist ekki að rífa kjaft við andstæðinga sína og vera með læti.

„Þetta er góður bardagi. Hann er mjög vinsæll núna, hann talar mikið til að koma sér á framfæri þannig að þetta ætti að verða góður bardagi,“ sagði Ponzinibbio við MMA Fighting.

Mike Perry hefur farið hamförum síðan hann kom í UFC en allir sigrar hans á ferlinum hafa verið eftir rothögg. Ponzinibbio er sjálfur öflugur standandi og reikna aðdáendur með að þetta verði fjörlegur bardagi.

„Ég fer alltaf inn í bardaga með sama markmið; að rota andstæðinginn. Ég er aggressívur bardagamaður, þannig er minn stíll. Mér er sama um hann. Ef hann vill vekja athygli á bardagnum þá gerir hann það. Mér er sama. Ég rota hvern þann sem stendur fyrir framan mig. Ef hann fer ekki niður mun ég meiða hann.“

„Ef ég á að segja eins og er hef ég aldrei séð hann berjast. Ég þarf að kíkja á það núna. Þetta var ekki andstæðingur sem ég var að spá í. Ég var að hugsa um Condit, dos Anjos, Cerrone. Það var það sem ég vildi en það gekk ekki. En þetta er góður bardagi. Ég mun kíkja á bardagana hans og sjá hvað hann hefur fram að færa og undirbúa leikáætlun.“

Sama kvöld mætast þeir Robbie Lawler og Rafael dos Anjos en Dana White, forseti UFC, hefur sagt að sigurvegarinn fái næsta titilbardaga gegn Tyron Woodley. Ponzinibbio er þó á því að hann hafi allt til alls til að skora á meistarann eftir sigurinn á Gunnari í Glasgow.

„Ég hef það sem til þarf til að berjast um beltið nú þegar. Ég á möguleika á að verða meistari en það veltur allt á UFC að gefa mér tækifæri. Ég veit að ég ætti möguleika gegn meistaranum. Ég vann þann 8. besta í veltivigtinni á 82 sekúndum. Ég hef barist við frábæra andstæðinga þannig að ég á það skilið. En UFC ræður þessu.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular