spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSassy Mousasi lætur í sér heyra fyrir bardagann gegn Weidman

Sassy Mousasi lætur í sér heyra fyrir bardagann gegn Weidman

Gegard Mousasi mætir Chris Weidman á UFC 210 á laugardaginn. Mousasi hefur hægt og rólega verið að koma úr skelinni og lætur vel í sér heyra um þessar mundir.

Bardaginn gegn Chris Weidman er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 210 annað kvöld. Mousasi hefur unnið fjóra bardaga í röð en bardaginn gegn Weidman verður sá mikilvægasti. Þetta er síðasti bardaginn hans á núgildandi samningi og ætlar hann að freista þess að fá gott tilboð frá UFC með sigri á fyrrum meistaranum Weidman.

Mousasi hefur í aðdraganda bardagans haldið áfram að láta í sér heyra. Mousasi var alltaf þekktur fyrir að sýna engin svipbrigði og gaf lítið af sér í viðtölum. Á undanförnu ári hefur hann hins vegar verið að koma út úr skelinni og hafa aðdáendur byrjað að kalla hann ‘Sassy’ Mousasi.

Sá Mousasi var til staðar í viðtölum fyrir UFC 210 á miðvikudaginn. Þar segir hann að hann verði að vinna Weidman til að fá almennilega borgað enda sé UFC að borga sér afar illa. UFC hefur reynt að semja við hann og gerði það meira að segja í vikunni en Mousasi var ekki ánægður með samningsboð UFC.

Mousasi vill vera áfram í UFC enda ætlar hann að ná beltinu. Það gæti verið erfitt þó hann vinni Weidman á laugardaginn. Þar sem Michael Bisping er að verja titilinn gegn mönnum eins og Dan Henderson og Georges St. Pierre verða þeir Yoel Romero, Ronaldo ‘Jacare’ Souza og kannski Mousasi að bíða eftir sínu tækifæri.

Mousasi hefur verið mun sigurstranglegri í sínum síðustu fjórum bardögum sem hann hefur unnið. Við tökum ekki neitt af Mousasi en það eru bardagar sem hann eiginlega átti að vinna en nú er komið að alvöru prófraun. Vinni hann Weidman mun það setja hann á stall með þeim allra bestu í millivigtinni en þar hefur hann ekki verið hingað til í UFC.

Bardaginn ætti að verða gríðarlega áhugaverður með tilliti til stíla beggja. Mousasi hefur verið að æfa felluvörnina grimmt og ábyrgist að hann muni ekki vera tekinn niður af Weidman. Bandaríkjamaðurinn er auðvitað ekki á sama máli.

Eins og áður segir er þetta mikilvægur bardagi á ferlinum hjá Mousasi en ekki síður hjá Chris Weidman. Weidman hefur tapað tveimur bardögum í röð og verður að sigra ætli hann sér að halda sér meðal þeirra bestu í þyngdarflokkinum.

UFC 210 fer fram á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl 2.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular