spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSelfyssingur með sprengikraft

Selfyssingur með sprengikraft

morte sage

Selfyssingurinn Egill Blöndal (17 ára) er Íslands- og Norðurlandameistari í Júdó og nýverið vann hann sinn flokk (-90 kg) og opna flokkinn á Íslandsmeistarmóti ungmenna í BJJ þrátt fyrir að hafa aðeins farið á eina BJJ æfingu.  MMA féttir tóku púlsinn á þessum efnilega Júdó kappa.

Hvað ertu búinn að æfa lengi?

Hef æft Júdó í 6 ár, og æfi hjá UMFS en er á landliðsæfingum hjá JR líka. Hef bara farið á eina BJJ æfingu og það var hjá Sleipni.

Hvernig var að keppa á Íslandsmeistaramótinu í BJJ?

Það var voða gaman að prófa að keppa í BJJ, var aðallega að treysta á júdóið til að vinna, þótt það væri ekki mikið um standandi glímu. En þetta voru allt mjög góðir strákar og þetta var ekkert auðvelt. Síðan vissi ég voða lítið hvernig maður fékk stigin.  Annars gerði ég bara það sem ég myndi gera í Júdó keppni.

Stefnir þú á að að keppa meira í BJJ?

Já, ég gæti alveg ímyndað mér að keppa aftur í BJJ en þar sem ég verð of gamall á næsta ári til að keppa í ungmennaflokki myndi ég vilja æfa þetta meira til að keppa. Annars er hellingur að gerast í Júdóinu hjá mér, er að fara keppa í Danmörku á Hilleröd International og síðan Luxembourg í janúar.

Gerir þú mikið af styrktaræfingum samhliða því að æfa júdó eða BJJ?

Já, ég hef alltaf verið að fara í ræktina frá því ég var 13 ára en aldrei hrikalega mikið. Ég vil ekki verða stífur, hægur og þyngjast mikið.

Áttu þér draum er tengist bardagaíþróttum?

Draumurinn er Ólympíuleikarnir, algjörlega.

Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem er að hugsa um að byrja í bardagaíþróttum?

Það krefst þolinmæði og vilja að verða góður í bardagaíþróttum. Þannig að aldrei gefast upp ef þér gengur illa.

Hver eru uppáhalds brögðin þín?

Á sirka 2-3 uppáhaldsbrögð í Júdó og eitt þeirra er Morote Seoi Nage, það þarf mikinn sprengikraft í það ef þú ætlar að ná því í keppni og svo er það líka svo hrikalega fallegt kast. Í BJJ er það Juji Gatame eða armbar, maður nær því oftast af öllum lásum og hann er lang öflugastur, síðan ef ég þyrfti að velja hengingu væri það Sankaku Jime eða triangle choke.

Eitthvað að lokum?

Vil bara þakka fyrir mig og gaman að sjá að það er vefur sem er loksins með fréttir um bardagaíþróttir.

MMA fréttir þakka Agli Blöndal fyrir viðtalið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Hér að neðan má sjá myndband af úrslitaglímunni í opna flokknum á Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ 2013.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular