Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSetur Michael Bisping met í kvöld?

Setur Michael Bisping met í kvöld?

michael bispingÍ kvöld mætir Michael Bisping Dan Henderson um millivigtartitil UFC. Þetta verður fyrsta titilvörn Bisping og gæti sigur hjá Bisping komið honum á spjöld sögunnar.

Það er ennþá dálítið erfitt að trúa því að Michael Bisping sé millivigtarmeistari UFC. Sú er þó raunin eftir að Bisping rotaði Luke Rockhold í sumar.

Bisping fær oft ekki þá virðingu sem hann á skilið. Hann var oft nálægt því að fá titilbardaga en tapaði alltaf í lykilbardögum sem áttu að gefa honum tækifæri á beltinu. Flest töpin hans hafa komið gegn þeim bestu og virtist sem hann myndi aldrei fá titilbardagann.

Titilbardaginn kom á endanum og aðeins með tveggja vikna fyrirvara. Óhætt er að segja að Bisping hafi gripið tækifærið enda rotaði hann Luke Rockhold í 1. lotu og varð umsvifalaust hamingjusamasti maður heims.

En Bisping á langan og ansi góðan feril að baki í UFC. Hann vann 3. seríu The Ultimate Fighter árið 2006 og er því sá fimmti í sögu UFC til að vinna TUF og síðar UFC titil.

Matt Serra, Forrest Griffin, Rashad Evans og Carla Esparza hafa öll unnið TUF og síðar belti í UFC. Engum þeirra tókst þó að verja beltið sitt. Bisping gæti því orðið fyrsti TUF sigurvegarinn til að verja beltið sitt takist honum að sigra Dan Henderson.

Sigri hann í kvöld yrði það 20. sigur hans í UFC sem yrði jafnframt met. Sem stendur eru þeir Georges St. Pierre og Bisping jafnir með 19 sigra en enginn er með fleiri sigra í UFC en þeir tveir. Bisping gæti því svo sannarlega komist í sögubækurnar með sigri á Dan Henderson í nótt.

Ekki slæmt hjá manni sem hefur oft verið vanmetinn af bardagaaðdáendum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular