spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSíðasta Bellator kvöld ársins í kvöld

Síðasta Bellator kvöld ársins í kvöld

Bellator 254 fer fram í kvöld og verður það síðasta Bellator kvöld ársins. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Ilima-Lei Macfarlane og Julia Vasquez um fluguvigtartitil kvenna.

Ilima-Lei MacFarlane (11-0) hefur verið fluguvigtarmeistari kvenna í Bellator frá 2017. Hún hefur varið beltið fimm sinnum og mætir hinni brasilísku Juliana Velasquez (10-0) í kvöld. Velasquez er svart belti í júdó og hefur unnið alla fimm bardaga sína í Bellator.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Mattheus Mattos (12-1-1) og Magomed Magomedov (16-1). Bæði töp beggja komu gegn Petr Yan, ríkjandi bantamvigtarmeistara UFC, í ACB á sínum tíma. Magomedov er þar að auki sá eini sem hefur unnið Yan í MMA. Það ætti að verða spennandi viðureign en þetta verður frumraun beggja í Bellator eftir að báðir hafa verið í ACB á undanförnum árum. Þess má geta að hvorugur hefur barist á síðustu tveimur árum og verður því spennandi að sjá þá mæta til leiks í kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 0:30 í nótt en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að sjá hér að neðan í beinni á Youtube.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)

Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Ilima-Lei Macfarlane gegn Juliana Velasquez
Þungavigt: Linton Vassell gegn Ronny Markes                                             
Bantamvigt: Magomed Magomedov gegn Matheus Mattos                       
Þungavigt: Davion Franklin gegn Anthony Garrett     

Upphitunarbardagar (hefjast kl. 00:30)

Millivigt: Romero Cotton gegn Justin Sumter                                                
Léttþungavigt: Maurice Jackson gegn Grant Neal                                         
Veltivigt: Kemran Lachinov gegn Shamil Nikaev                                           
Fjaðurvigt: Kenny Champion gegn Cody Law
Veltivigt: Robson Gracie Jr. gegn Billy Goff

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular