Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFigueiredo fullyrðir að hann hafi tök á þyngd sinni

Figueiredo fullyrðir að hann hafi tök á þyngd sinni

Deiveson Figueiredo hefur ekki miklar áhyggjur af vigtuninni fyrir UFC 256 um helgina. Figueiredo segist vera í toppmálum núna og muni auðveldlega ná vigt.

UFC 256 fer fram á laugardaginn þar sem Deiveson Figueiredo mætir Brandon Moreno. Stutt er síðan Figueiredo barðist síðast og hafa verið á kreiki efasemdir um hvort hann geti náð vigt tvisvar á aðeins þremur vikum. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir Figueiredo en honum mistókst að ná vigt fyrir fyrri titilbardaga sinn gegn Joseph Benavidez.

Í samtali við fjölmiðla í gær sagðist Figueiredo ekki hafa neinar áhyggjur af niðurskurðinum. Figueiredo sagðist vera 60 kg í gær, tveimur dögum fyrir vigtunina, en hann þarf að vera 56,69 kg eða minna á föstudaginn.

„Ég gæti jafnvel náð vigt í dag [miðvikudag] eða á morgun. Ég vil bara sýna að ég geti náð tilsettri þyngd. Ég get haldið mér í þessari þyngd síðustu vikuna fyrir bardagann,“ sagði Figueiredo við fjölmiðla í gær.

Figueiredo hélt þyngdinni sinni niðri í aðdraganda bardagans en hann gengur vanalega um í kringum 66-67 kg en fyrir þennan bardaga hefur hann verið í kringum 61-62 kg. Figueiredo er síðan um 65 kg þegar hann stígur í búrið á keppnisdag.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular