Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentSíðasti bardagi Floyd Mayweather Jr. um helgina?

Síðasti bardagi Floyd Mayweather Jr. um helgina?

Floyd Mayweather Jr. is seen in his WBC-WBA welterweight title boxing fight against Marcos Maidana Saturday, May 3, 2014, in Las Vegas. (AP Photo/Eric Jamison)
Mynd: AP Photo/Eric Jamison

Það vita kannski ekki margir að Floyd Mayweather Jr. er að fara að berjast næstkomandi laugardagskvöld. Mayweather er stærsta stjarnan í heimi hnefaleika og tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýlegum lista Forbes tímaritsins. Hann er hins vegar orðinn 38 ára gamall og talar um að þessi bardagi verði hans síðasti á ferlinum.

Floyd Mayweather hefur átt ótrúlega feril sem hófst árið 1996 og virðist ætla að enda núna 19 árum síðar. Hann hefur unnið titla í fimm þyngdarflokkum og aldrei tapað í 48 viðureignum.

Andstæðingurinn að þessu sinni er sérvalinn af Mayweather sjálfum og hreint út sagt á hann lítinn möguleika. Andre Berto er bandarískur hnefaleikakappi sem á rætur að rekja til Haítí. Hann þótti mjög efnilegur og var ósigraður fyrstu 27 bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Hann er höggþungur og mjög hraður en hefur haft tilhneigingu til að fara í stríð í stað þess að nota tækni og útboxa andstæðinginn. Af síðustu sex bardögum hefur hann tapað þremur og er nú ekki á topp tíu lista Ring Magazine yfir þá bestu í veltivigt. Hér er farið yfir tímabil í ferli Berto á HBO þar sem hæfileikar hans koma skýrt í ljóst.

Floyd Mayweather Jr. hefur talað mikið um heilsu sína fyrir þennan bardaga og vill hætta í þessar hörðu íþrótt áður en eitthvað slæmt gerist. Það er skynsamlegt enda er skortur á peningum ekki vandamál. Það verður þó að teljast líklegt að freistingin verði mikil til að ná sér í fimmtugasta sigurinn og bæta þar með met Rocky Marciano en hann hætti ósigraður eftir 49 bardaga. Mayweather hefur þó þegar skráð nafn sitt rækilega í sögubækurnar hvað sem gerist úr þessu.

Afskaplega lítið umtal hefur verið í aðdragana bardagans og þá sérstaklega í samanburði við risabardaga Floyd gegn Manny Pacquiao. Myndin hér að neðan segir ýmislegt um bardagann.

floyd grín

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular