spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSjáðu fáranlegu ræðurnar þar sem MMA var líkt við klám og þrælahald

Sjáðu fáranlegu ræðurnar þar sem MMA var líkt við klám og þrælahald

Eins og áður hefur komið fram var MMA loksins lögleitt í New York í gær. Andstæðingar lagafrumvarpsins voru með ansi skrautlegar ræður í gær á þinginu en hér má sjá þær skrautlegustu.

https://www.youtube.com/watch?v=9-X6suw5qxQ

Daniel O’Donnell er bróðir sjónvarpskonunnar Rosie O’Donnell og hefur gert mikið fyrir samkynhneigða í New York. Í ræðu sinni í gær líkti hann MMA við hommaklám með öðruvísi endi. Þá hafði hann áhyggjur af fjárhættuspilum og hvort úrslit bardagans séu fyrirfram ákveðin í veðmálabraski. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í fáranleg ummæli fyrrum fjölbragðaglímukappa sem hefur sjálfur minni þekkingu á MMA heldur O’Donnell.

https://www.youtube.com/watch?v=KFpgzpLD5lY

Deborah Glick hélt að MMA væri stundað án hanska og svaraði gríni á Twitter í pontunni án þess að vita að um grín væri að ræða. Glick talaði í um tíu mínútur án þess að vita nokkuð um MMA sem er nokkuð magnað.

https://www.youtube.com/watch?v=3yKhlanKXU4

Charles Barron vildi líkja MMA við þegar þrælum var hent saman í búr á sínum tíma enda fer MMA fram í búri. Honum fannst einnig ótrúlegt að hægt sé að berjast í gólfinu enda er það ekki heiðusmannalegt að hans mati. Hann ætti kannski að sjá MMA bardaga með Gunnari Nelson, Brian Ortega, Demian Maia eða öðrum góðum glímumönnum til að skilja betur MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular