spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSjáðu son Kimbo Slice berjast sinn fyrsta MMA bardaga

Sjáðu son Kimbo Slice berjast sinn fyrsta MMA bardaga

Kimbo Slice er einn umdeildasti bardagamaðurinn í MMA í dag en um leið einn sá allra vinsælasti. Nú hefur sonur hans fetað í fótspor hans og barðist sinn fyrsta MMA bardaga á dögunum.

Kimbo Slice varð þekktur fyrir götuslagsmál sín á Youtube og varð stór stjarna á veraldarvefnum. Þegar hann skipti yfir í MMA hafa allir bardagar hans notið gríðarlegs áhorfs en 2,5 milljónir manna horfðu á vandræðalegan bardaga hans og Dada 5000 á dögunum.

Kevin Ferguson Jr., eða ‘Baby Slice’ eins og hann er stundum kallaður, fetar sömu spor en á ólíkum vegi og pabbi sinn. Ólíkt Kimbo Slice er sonurinn að taka sín fyrstu skref í slagsmálunum í löglegum MMA bardögum. Ferguson Jr. hefur æft MMA í tæpt ár og tók sinn fyrsta áhugamannabardaga á dögunum.

Kimbo Slice vildi þó ekki að sonurinn myndi feta í hans fótspor. Með velgengni sinni hefur Kimbo tekist að borga skólagjöld sonarins sem er nú í listaháskóla í San Fransisco þar sem hann nemur ljósmyndun. Kimbo Slice er ekki á móti því að hann keppi í MMA en sonurinn átti að ganga menntaveginn fyrst. Ef honum líkar það ekki má hann setja MMA í forgang.

Nú er sonurinn 23 ára og mætti Tom Brink í sínum fyrsta bardaga. Ferguson Jr. er ekki í þungavigt eins og pabbinn og ætlar að keppa í veltivigt í komandi framtíð. Hér að neðan má sjá bardagann í heild sinni en hér má sjá frábæra grein Chuck Mindenhall um strákinn.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Hvílíkt rusl sem þessi bardagi er. Kimbo var frægur fyrir orðróm um að margir bardagar hann væru riggaðir, m.a. með því að lið í kringum hann hefði haft bein áhrif á andstæðinga hans. Miðað við þennan bardaga virðist sonurinn vera við sama heygarðshornið eða þá að andstæðingur hans átti ekkert erindi í búrið. Í það minnsta er margt mjög undarlegt við þennan bardaga. Andstæðingur Kimbo jr. slær ekki eitt einasta högg, fer mjög auðveldlega niður og eftir að hann er kominn niður réttir hann út hendurnar eins og til að þykjast vera rotaður. Þessi bardagi er sorp.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular