spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUppgjör í þungavigt

Uppgjör í þungavigt

cain-velasquez

Mark Hunt minnti hressilega á sig með flottum sigri gegn Frank Mir um síðustu helgi. Á næstu vikum munu flestir af þeim bestu í þungavigt berjast sem gæti þýtt algjör uppstokkun í þyngdarflokknum.

Svona lítur nýjasti styrkleikalistinn út í þungavigt. Fabrico Werdum trónir á toppnum en enginn skortur er á áskorendum þrátt fyrir litla endurnýjun í þyngdarflokknum. Hinn 29 ára Ruslan Magamedov er ferskasta viðbótin. Hann átti að mæta Gabriel Gonzaga í byrjun apríl en meiddist því miður á hné. Gonzaga mætir þess í stað ‘The Black Beast’ Derrick Lewis en annar þeirra gæti hæglega troðið sér í topp 15 með sigri.

listinn

Bardagar á næstunni:
10. apríl – Ben Rothwell (nr. 4) gegn Junior Dos Santos (nr. 5)
8. maí – Antonoio Silva (nr. 12) gegn Stefan Struve (nr. 15)
8. maí – Alistair Overeem (nr. 3) gegn Andrei Arlovski (nr. 6)
14. maí – Fabricio Werdum (meistari) gegn Stipe Miocic (nr. 2)
9. Júlí – Cain Velasquez (nr. 1) gegn Travis Browne (nr. 7) – Óstaðfest

Roy Nelson (nr. 11) barðist síðast 6. febrúar (sigraði Jared Rosholt) og Josh Barnett (nr. 9) barðist 30. janúar (tapaði gegn Ben Rothwell). Í þyngdarflokki sem hreyfist yfirleitt frekar lítið er hressandi að sjá mikið gerast á litlum tíma. En hver fær næst að skora á ríkjandi meistara eftir bardaga Fabricio Werdum og Stipe Miocic?

jds-mark-hunt-ko

Cain Velasquez er efstur á listanum. Hann átti að berjast við Werdum á UFC 196 áður en hann meiddist. Velasquez berst ekki fyrr en í júlí verði bardaginn við Travis Browne að veruleika svo það verður að teljast ólíklegt að meistarinn verði látinn bíða eftir honum.

Sigri báðir Alistair Overeem og Ben Rothwell bardaga sína mun valið standa á milli þeirra. Overeem er ofar á listanum en Rothwell hefur unnið fleiri bardaga í röð, þar með talið gegn Overeem sjálfum. Tapi annar verður staðan einfaldari. Tapi báðir gætum við þess vegna fengið að sjá Junior Dos Santos berjast aftur um beltið. Framtíð þyngdarflokksins mun að miklu leyti ráðast af tímasetningu og heilbrigði bardagamanna þar sem meiðsli eru mjög tíð. Næst titiláskorandi þarf því að treysta á svolitla heppni. Spurningin gæti því verið, hver mun hafa heppnina með sér?

overeem rothwell

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular