spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSkemmtileg fjölskyldutengsl í MMA heiminum

Skemmtileg fjölskyldutengsl í MMA heiminum

thompson weidmanHvern hefði grunað að tap í Þýskalandi ætti eftir að gefa eitthvað gott af sér? Í þessari grein skoðum við hvernig nokkrir MMA bardagamenn tengjast fjölskylduböndum.

Stephen Thompson sigraði Johny Hendricks með afar sannfærandi hætti um síðustu helgi. Hann kemur úr sannkallaðri bardagafjölskyldu en pabbi hans þjálfaði hann í karate frá unga aldri. Mágur hans Stephen Thompson er Carlos Machado. Machado er afar virtur svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu og mjög fær kennari.

Bróðir hans Stephen Thompson, Tony, er svo trúlofaður systur Chris Weidman. Þeir Stephen Thompson og Weidman hafa æft saman á undanförnum árum og tengjast nú fjölskylduböndum.

dober hein
Dober og Hein skiptast á jólagjöfum.

Drew Dober mætti Þjóðverjanum Nick Hein á UFC bardagakvöldinu í Berlín í maí 2014. Hein sigraði og bauð svo Dober í eftirpartýið sitt sama kvöld. Þar kynntist Dober systur hans Hein og eru þau nú gift í dag. Ætli það sé ekki öruggt að fullyrða að þeir Dober og Hein munu ekki mætast aftur í búrinu á næstunni?

Þeir Tim Kennedy og Chuck Liddell eiga meira sameiginlegt en að vera bara MMA bardagamenn. Báðir eiga þeir barn með Casey Noland. Noland er með fjóra sigra og sex töp á MMA ferlinum sínum og á 17 ára dóttur með Chuck Liddell. Dóttir hennar og Tim Kennedy er nokkum ár um yngri en augljóst að báðar dæturnar eiga eitilharða foreldra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular