spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSkítkastið á milli Conor og Khabib verður enn ljótara

Skítkastið á milli Conor og Khabib verður enn ljótara

Twitter stríðið á milli Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov er orðið ansi ljótt. Báðir hafa farið langt yfir strikið síðustu daga í garðs hvors annars á samfélagsmiðlum.

Þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov skildu svo sannarlega ekki sáttir eftir bardaga þeirra í fyrra. Eftir sigur Khabib hafa þeir átt í orðaskiptum á samfélagsmiðlum sem hafa ekki beint verið jákvæð.

Nú virðast orðaskiptin vera að ná nýjum hæðum (eða lægðum eftir því hvernig horft er á þetta) og hafa færst í aukana.

Conor McGregor lýsti því nýlega yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA. Hann hefur þrátt fyrir það verið duglegur á Twitter síðustu vikur og spurði Khabib hvort Conor væri byrjaður á nýjum ferli á Twitter.

Eftir það skiptust þeir á hefðbundnum svörum en Conor fór síðan yfir strikið þegar hann birti myndir úr brúðkaupi Khabib og sagði Khabib hafa gifst handklæði. Conor eyddi færslunni nokkrum klukkstundum síðar.

Hann fylgdi því svo eftir með því að birta mynd af Khabib ásamt þeim Zubaira Tukhugov og Ruslan Magomedov. Báðir hafa þeir fengið bann frá USADA fyrir fall á lyfjaprófi en í vikunni fékk Magomedov lífstíðarbann frá USADA eftir sitt þriðja brot.

Nokkrum klukkustundum síðar fór Khabib yfir strikið þegar hann kallaði Conor nauðgara. Khabib birti mynd af Conor ásamt Terri Murray sem hefur haldið því fram í fjölmiðlum að Conor sé barnsfaðir hennar. Conor er sakaður um nauðgun í Dublin en málið er í rannsókn.

Þessi orðaskipti urðu til þess að Dana White, forseti UFC, sendi frá sér yfirlýsingu. „Ég veit af orðaskiptunum á samfélagsmiðlum á milli Khabib Nurmagomedov og Conor McGregor. Þetta er orðið óásættanlegt. Við höfum því haft samband við bæði liðin og munum við leysa málin með þeim,“ sagði Dana.

Conor á þessa stundina síðasta orðið þar sem hann vísaði í fyrri mynd úr brúðkaupi Khabib.

Rígurinn á milli Khabib og Conor hefur lengi verið mikill en þessi orðaskipti eru ákveðinn lágpunktur þar sem báðir fara yfir strikið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular