spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSkorblöð dómaranna í bardaga Figueiredo-Moreno

Skorblöð dómaranna í bardaga Figueiredo-Moreno

UFC 256 fór fram í nótt þar sem barist var um fluguvigtarbeltið í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn endaði í jafntefli en hér má sjá skorblað dómaranna.

Bardagi Deiveson Figueiredo og Brandon Moreno var frábær skemmtun yfir loturnar fimm. Tveir dómarar skoruðu bardagann jafntefli en sá þriðji Figueiredo í vil. Jafntefli var því niðurstaða en Figueiredo heldur beltinu.

Samkvæmt skorblaði dómara voru allir dómarar sammála um að Figueiredo hefði unnið 1. lotu og 3. lotu og að Moreno hefði unnið 4. lotu. Dómararnir voru ósammála um lotur 2 og 5.

Þar sem stig var tekið af Figueiredo í 3. lotu eftir spark í klofið endaði bardaginn 47-47 hjá þeim Sal D’Amato og Junichiro Kamijo. Ef stigið hefði ekki verið tekið af honum hefði Figueiredo sigrað.

Bardaginn var frábær skemmtun og munu þeir væntanlega endurtaka leikinn á næsta ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular