spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaSleipnismenn keppa í Skotlandi í október

Sleipnismenn keppa í Skotlandi í október

Sleipnisstrákarnir Ægir Már Baldvinsson og Bjarni Darri Sigfússon keppa á Inferno 9 bardagakvöldinu í Skotlandi í október. Ægir Már tekur MMA bardaga en Bjarni Darri keppir í uppgjafarglímu.

Ægir Már er 18 ára gamall og mætir Aaron Towns í bantamvigt (61 kg). Þetta er í fyrsta sinn sem Sleipnir í Reykjanesbæ sendir frá sér MMA keppendur og þar af leiðandi fyrsti MMA bardagi Ægis. Ægir er margfaldur Íslandsmeistari í júdó og taekwondo og hefur einnig unnið til verðlauna í brasilísku jiu-jitsu.

Andstæðingur Ægis heitir Aaron Towns og er með einn MMA bardaga að baki (tap) en er með mikla reynslu úr Muay Thai.

Bjarni Darri Sigfússon keppir í uppgjafarglímu á sama bardagakvöldi. Bjarni fær reyndan glímumann að nafni Chris Cownie. Bjarni er einnig 18 ára gamall en hann er Íslandsmeistari unglinga í júdó, taekwondo og brasilísku jiu-jitsu.

Bardagakvöldið fer fram í Forfar í Skotlandi þann 7. október.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular