spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxSölvi Steinn komst á annað stig og hleypti villidýrinu út 

Sölvi Steinn komst á annað stig og hleypti villidýrinu út 

Sölvi Steinn var í hefndarhug eftir Klúbbamót HFH þar sem honum beið tap í fyrsta bardaganum sínum á nýju ári. Sölvi Steinn mætti öflugur inn í húsakynni HFH í annað skipti á árinu og fékk endurgreitt fyrir fyrri viðskipti sín við Kolbein Nóa. 

Sölvi og Kolbeinn mættust á Klúbbamóti HFH þar sem að hæð og langur faðmur Kolbeins reyndist Sölva erfið ráðgáta til að leysa og tókst Kolbeini að nýta sér líkamlega yfirburði til fulls. Í endurleiknum um helgina virtist Sölvi vera búinn að fara yfir málin á hvítu töflunni og finna lausn á málinu.  

Sölvi Steinn byrjaði á því að halda fjarlægðinni vel og á sínum forsendum og nýtti sér mikið af Faints, hreyfingu og bak skrefi eftir hans hentisemi. Hann valdi tímasetningarnar sína vandlega þegar hann steig inn, hélt hökunni vel niðri og pressaði duglega með mikilli vinnusemi. 

Kolbeinn óx ágætlega inn í bardagann og ætlaði ekki að deyja ráðalaus. En Sölvi Steinn virtist alltaf vilja sigurinn meira en Kolbeinn og bar Sölvi að lokum sigur úr bítum.  

Dómararnir voru allir sammála um sigur í bláa hornið 

EKki náðist viðtal við Sölva eftir bardagann, en viðureignin er á YouTube.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular