Aðalbardagi UFC Seattle var á milli Song Yadong og Henry Cejudo í bantamvigtinni. Þetta var sígilt upplegg þar sem yngri kynslóðin reynir að taka stöðu af þeim eldri og reyndari. Það gekk vissulega eftir í þetta skiptið. Sigurinn hans Song fleytir honum upp fyrir Cejudo á styrkleikalistanum og kórónar misheppnaða endurkomu Cejudo í UFC, sem ætlaði sér að verða bantamvigtarmeistari að nýju.
Bardaginn entist í 3 heilar lotur en Henry Cejudo fékk fremur slæmt augnpot frá Song undir lok þriðju lotu. Dómari bardagans, Jason Herzog, sá ekki annað í stöðunni en að stöðva bardagann og skoða dómaraspjöldin til að ákveða sigurvegara.
Bardaginn hafði verið fremur einleiddur upp að þessu. Cejudo reyndi ekki mikið af felluvörnum en það sást þó að Song var tilbúinn fyrir þær. Báðir vildu frekar strike-a og var það Song Yadong sem hafði betur í þeim skiptum.
