spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir bardaga Rory MacDonald og Stephen Thompson

Spá MMA Frétta fyrir bardaga Rory MacDonald og Stephen Thompson

rory wonderboy thompsonMagnaður bardagi fer fram í kvöld þegar Rory MacDonald mætir Stephen Thompson. Þetta eru tveir af þeim bestu í veltivigtinni og ætla pennar MMA Frétta að birta sína spá fyrir bardagann.

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er svo sturlaður bardagi. Ég á mjög erfitt með að sjá hvernig þessi bardagi á eftir að fara, svo margar breytur í gangi. Rory er með góða Tristar-stungu en hefur gengið erfiðlega hjá honum (og GSP) að nota hana gegn southpaws eins og Thompson er. Rory er með markvissa pressu og góður alls staðar en Thompson hefur sýnt að hann lætur ekki festa sig upp við búrið og notar fótavinnuna til að hringsóla út. Thompson gæti mætt Rory með þung bein högg þegar Rory stígur inn og sparkað hann sundur og saman. En, ég held að Rory geti unnið alla í veltivigtinni á góðum degi (þar á meðal Lawler) og hann muni sigra Thompson og sérstaklega þegar líður á bardagann. Þessi hraða fótavinna Thompson er orkukrefjandi og gæti ég séð fyrir mér að hann verði þreyttari en Rory í 3./4. lotu. Tippa á sigur hjá Rory með TKO í 4. lotu. Ground and pound.

Óskar Örn Árnason: Ég er mjög langt frá því að vera viss en held að Rory taki þetta í seinni lotunum, TKO.

Brynjar Hafsteins: Þetta er klikkaður bardagi. Báðir mjög tæknilegir en Thompson er svona meira flashy. Það er einn maður sem getur spáð um þennan bardaga og það er Bjarni Töframaður en ég hallast að Rory, hann er meira complete bardagamaðurinn og þeir í Tristar hljóta að vera búnir að kokka upp eitthvað fyrir þennan bardaga. Rory eftir dómaraúrskurð.

Guttormur Árni Ársælsson: Þetta er einn af þessum bardögum sem er rosalega erfitt að spá fyrir um. Ég hallast þó að því að Rory sigri þar sem hann er aðeins fjölhæfari og hefur fleiri leiðir en Wonderboy til að sigra bardagann. Ég giska á decision sigur hjá Rory MacDonald.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Þessi bardagi á klárlega eftir að vera einn af bardögum ársins að mínu mati. Báðir eru frábærir bardagamenn og það er ómögulegt að koma með góða spá. Rory er snillingur í að núlla út andstæðinga sína og er með geðbilaða hörku. Ef þessi bardagi fer lengra en tvær lotur held ég að hann eigi mestu möguleikana á að vinna. Ég hef of oft afskrifað Wonderboy, hann er með svo ótrúleg spörk og góður að halda réttri fjarlægð í bardaga. Wonderboy klárar þetta með TKO í annarri lotu.

Rory MacDonald: Pétur, Óskar, Brynjar, Guttormur.
Stephen Thompson: Sigurjón.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular