spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir Mayweather vs. McGregor

Spá MMA Frétta fyrir Mayweather vs. McGregor

Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fer fram í kvöld. Allir hafa skoðun á bardaganum en hér birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Átta boxbardagar verða á dagskrá í kvöld en allt snýst auðvitað um bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather. Bardaginn fer fram í 154 punda ofurveltivigt og ætti að hefjast á milli 3 og 4 í nótt.

Pétur Marinó Jónsson: Já þá er bara komið að þessu. Ég ætla ekkert að fela það en ég held með Conor McGregor í þessum bardaga og vona svo innilega að Conor roti hann. Það myndi ekkert gleðja mig jafn mikið eins og að sjá Floyd liggjandi á gólfinu að reyna að standa upp. Það væri ótrúleg sjón en held við séum ekki að fara sjá það gerast.

Miðað við allt sem við vitum um bardagaheiminn og báða bardagamenn þá á Floyd Mayweather að vinna. Svo einfalt er það. Það er þó aldrei hægt að afskrifa Conor McGregor og held ég að hann eigi eftir að koma nokkuð vel úr þessu, eða vona það allavegna.

Conor á eftir að byrja vel, ná ágætis höggum inn og vinna nokkrar lotur snemma. Floyd verður í smá erfiðleikum með að átta sig á taktinum hjá Conor og tímasetningum hans en verður þó ekki í mikilli hættu. Hann tekur sér sinn tíma að lesa Conor, aðlagast og tekur svo yfir bardagann. Ég gef Conor fjórar lotur til að rota Floyd, annars verður þetta erfitt fyrir Írann að ná rothögginu.

Ég er ansi hræddur um að Floyd eigi eftir að fara mikið í skrokkinn á Conor og taka loftið svolítið úr honum. Conor verður orðinn örþreyttur í 10. lotu en nær að lifa af. Þetta verður afar einhliða í síðustu lotunum en Floyd nær ekki að klára Conor. Þannig sé ég þetta spilast út og Floyd Mayweather vinnur eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Fyrstu þrjár loturnar eða svo verða fjörugar. Svo hægist á Conor, Floyd les hann og fer að taka hann í sundur. Conor lifir af en Floyd sigrar örugglega á stigum.

Brynjar Hafsteins: Bara nákvænlega það sama og meistari Óskar sagði. Bæti kannski við að ég held að Conor komi í byrjun með eitthvað sniðugt eins og víða fótastöðu, eitthvað karate stance og reynir að gera erfitt fyrir Floyd að lesa hann. En það er ótrúlegt að hann sé svona góður að lesa bardagamenn en er varla læs á texta. Floyd vinnur á stigum.

Arnþór Daði Guðmundsson: Ég held að við höfum allir nokkurn veginn sömu sýn á bardagann. Fyrstu loturnar verði hraðar og mikil pressa frá Conor en þegar því lýkur muni Floyd fara í einhvern ham og sigla þessu örugglega heim á stigum. Fyrir mér væri ákveðinn sigur fyrir Conor að fara allar 12 loturnar og jafnvel ná að stela 2-3 lotum. Ég hugsa að hann myndi „sætta“ sig við það þó yrði aldrei sáttur með tap.

Floyd er bara of góður, þó svo að maður megi ALDREI afskrifa vinstri höndina hans Conor. Vegna hennar gætum við fengið eitt mesta upset íþróttasögunnar. Floyd sigrar á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Eins mikið og ég myndi elska að sjá Conor sigra þennan bardaga tel ég sáralitlar líkur á að honum takist það sem mönnum á borð við Oscar de la Hoya, Shane Mosley og Canelo Alvarez tókst ekki. Ég held að þessi bardagi verði ekki ósvipaður bardaga Mayweather gegn Canelo Alvarez; stór, höggþungur gæji sem getur ekki fundið Mayweather. Floyd sigrar á stigum.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Conor Mcgregor hefur sýnt aftur og aftur að hann getur hið ómögulega. Núna er hann að fara upp sitt stærsta fjall en Floyd er ósigraður í 21 ár og einn besti varnaboxari sögunnar. Það er allt með Floyd, þetta er hans íþrótt og hann er klárlega kóngurinn. Þrátt fyrir það get ég ekki sagt að Floyd vinni. Möguleikar Conor felast í fyrstu lotunum, hann þarf að pressa, nýta fjarlægðina, fara inn og clincha og nýta stærðina eins og hann getur. Ef Conor vinnur þá verður það í fyrstu sex lotunum. Ég spái að Conor roti Floyd í þriðju lotu. Geri mér samt alveg grein fyrir að þetta er óskhyggja en f**kit. Conor er nýi kóngurinn!!

Floyd Mayweather: Pétur, Óskar, Brynjar, Arnþór, Guttormur
Conor McGregor: Sigurjón

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular