spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 193

Spá MMA Frétta fyrir UFC 193

UFC 193 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Líkt og fyrir alla stóra viðburði UFC spá pennar MMA Frétta fyrir kvöldið.

015_Ronda_Rousey_and_Holly_Holm.0.0

Ronda Rousey gegn Holly Holm

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Holm hafi nokkur tól til að endast lengur en síðustu andstæðingar Rousey en er samt ekki að fara að vinna. Ég held að hún nái að halda Rousey frá sér með hliðarspörkum, oblique-spörkum í hnén og láti ekki króa sig af upp við búrið strax. Rousey er samt bara betri bardagamaður og er alltaf að fara að vinna. Ég held að Ronda nái henni á endanum niður þar sem hún nær armbar. Eða hún nær TKO upp við búrið. Segjum bara armbar í 2. lotu, enn einn Rousey sigur.

Guttormur Árni Ársælsson: Einfalt, Ronda Rousey með armbar eftir 45 sekúndur.

Óskar Örn Árnason: Ég var búinn að spá Rondu armbar í fyrstu lotu en er pínu tvístígandi. Holly er mjög þolinmóð og góð að halda fjarlægð auk þess að verjast fellum. Ég held að hún komist í gegnum fyrstu en Ronda klárar þetta á gólfinu í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Ronda tekur hana niður og klárar Holm í fyrstu lotu. Holm er nýliði í gólfinu.

Eiríkur Níels Níelsson: Þetta var bardagi sem ég var mjög spenntur fyrir áður en Holm kom í UFC. En eftir að hafa séð hversu slök Holm var í síðustu bardögum tel ég hana ekki tilbúna í þennan bardaga. Rousey á eftir að klára Holm á gólfinu í fyrstu lotu með hengingartaki.

Oddur Freyr: Ronda klárar Holm með uppgjafartaki í fyrstu lotu.

Ronda Rousey: Pétur, Guttormur, Óskar, Brynjar, Eiríkur, Oddur
Holly Holm:

UFC193_Jedrzejczyk_vs_Letourneau-620x379

Joanna Jedrzejczyk gegn Valerie Létourneau

Pétur Marinó Jónsson: Tvær stelpur með erfið eftirnöfn. JJ er rosaleg, dýrka að sjá hana berjast og er hún ein af mínum uppáhalds í UFC. Ég held við sjáum beautiful destruction frá henni, TKO í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Joanna TKO annarri lotu.

Óskar Örn Árnason: Joanna Champion TKO í þriðju eða fjórðu lotu. Andstæðingurinn er betri standandi en síðustu tveir svo þetta verður áhugavert. Gæti verið jafnt framan af en JJ tekur svo yfirhöndina (kannski bókstaflega) og klárar þetta.

Brynjar Hafsteins: Vinkona mín Joanna notar Muay Thai og sigrar auðveldlega á dómaraúrskurði.

Eiríkur Níels Níelsson: Mjög ójafn bardagi, ég vorkenni Létourneau, það er verið að kasta henni í ljónagryfjuna. Jędrzejczyk er skrímsli og á eftir að vinna með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.

Oddur Freyr: Joanna nær TKO í þriðju lotu.

Joanna Jedrzejczyk: Pétur, Guttormur, Óskar, Brynjar, Eiríkur, Oddur
Valerie Létourneau: …

hunt silva

Mark Hunt gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva

Pétur Marinó Jónsson: Mark Hunt virkar í rosalega góðu formi og held ég að þetta verði fljótur sigur fyrir hann. Þetta verður ekki sama stríð og síðast þar sem Mark Hunt tekur walkoff KO í fyrstu lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Hunt með glæsilegu walk off KO í annarri lotu.

Óskar Örn Árnason: Hunt/Silva 1 var stríð sem endaði í jafntefli. Að þessu sinni sigrar Hunt eftir svaðalegt rothögg í fyrstu lotu.

Brynjar Hafsteins: Hunt vs. Silva 1 var grillaður bardagi. Seinustu loturnar voru vandræðalegar þar sem þeir bombuðu hvorn annan í andlitið og fengu heilaskaða. Vona að þetta verði ekki svona þreytt en held að Bigfoot noti hausin smá og reyni að taka Hunt niður. Bigfoot vinnur á dómaraúrskurði.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég hef fulla trú á því að bardaginn verði jafn góður og sá seinasti. Það kæmi samt ekki á óvart ef Hunt tæki þetta með KO í annarri lotu.

Oddur Freyr: Hunt rotar Silva í fyrstu.

Mark Hunt: Pétur, Guttormur, Óskar, Eiríkur, Oddur.
Antonio ‘Bigfoot’ Silva: Brynjar

hall whittaker

Uriah Hall gegn Robert Whittaker

Pétur Marinó Jónsson: Það er erfiðast að spá í þennan bardaga. Báðir mjög góðir standandi og beita gagnárásum. Smá hræddur um að þetta verði rólegur bardagi þar sem báðir munu bíða eftir hinum. Held að Hall frjósi, taki ekki í gikkinn og Whittaker tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Whittaker sigrar eftir dómarákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Þetta ætti að verða mjög góður bardagi. Held að Hall sigri, rothögg í þriðju.

Brynjar Hafsteins: Hall vinnur í annarri lotu, TKO.

Eiríkur Níels Níelsson: Þegar Hall keppir er þetta alltaf spurning hvor Uriah Hall mætir í hringinn, ljónið eða kettlingurinn. Hall gæti orðið einn af þeim bestu með réttu hugarfari og þjálfun. Hann hefur litið vel út seinustu bardaga þannig ég ætla spá Hall sigri með TKO í annarri lotu, eftir mjög óspennandi fyrstu lotu.

Oddur Freyr: Hall sigrar eftir dómaraákvörðun gegn Whittaker

Uriah Hall: Óskar, Brynjar, Eiríkur, Oddur
Robert Whittaker: Pétur, Guttormur

stefan struve jared rosholt

Stefan Struve gegn Jared Rosholt

Pétur Marinó Jónsson: Ég hef litla trú á Jared Rosholt og enn minni trú á Stefan Struve. Rosholt er einhæfur glímumaður og hann mun festa Struve upp við búrið og taka hann niður þar sem hann mun láta höggin dynja á honum í þrjár lotu. Sigur hjá Rosholt eftir dómaraákvörðun.

Guttormur Árni Ársælsson: Rosholt nær nokkrum fellum og nær TKO í þriðju

Óskar Örn Árnason: Struve leit hrikaleg út í comeback bardaganum. Rosholt getur verið eins og blautt teppi en Struve er með gott guard. Struve sigrar með triangle í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Rosholt sigrar í 2. lotu þar sem Struve á ennþá eftir að læra að jabba.

Eiríkur Níels Níelsson: Struve er með enga höku og nýtir faðmlengd sína ekki vel að mínu mati. Því spái ég Rosholt KO sigri í fyrstu lotu.

Oddur Freyr: Rosholt tekur Struve með glímunni sinni og sigrar á dómaraákvörðun.

Stefan Struve: Óskar
Jared Rosholt: Pétur, Guttormur, Brynjar, Eiríkur, Oddur

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular