spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 193

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 193

ufc 193UFC 193 fer fram í kvöld og er um sannkallaðan stórviðburð að ræða. Báðir kvennameistarar UFC verja titla sína og stefnir allt í næstfjölmennasta UFC viðburð sögunnar.

Bardagarnir fara fram á sunnudagsmorgni í Ástralíu á Etihad leikvanginum. Talið er að um 50.000 áhorfendur verði viðstaddir bardagana en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3, aðfaranótt sunudags, hér á landi.

  • Ronda Rousey berst! Það er alltaf stórviðburður þegar Rousey berst. Síðustu fjórir bardagar hennar hafa samanlagt tekið aðeins tvær mínútur og tíu sekúndur! Bardagar hennar eru yfirleitt nógu fljótir til að geta verið Instagram myndbönd eða hreyfimyndir (gif). Það er því alltaf áhugavert að sjá hvernig bardagarnir fara hjá þessari ofurstjörnu.
  • Hefur Holm réttu tólin til að vinna Rousey? Næsti andstæðingur Rousey er Holly Holm. Hún er margfaldur heimsmeistari í boxi og virkar afslöppuð fyrir bardagann. Það ríkti gífurleg eftirvænting fyrir komu hennar í UFC en hún hefur ekki náð að standa undir þeim gífurlegu væntingum. Holm hefur þó fullt af vopnum í vopnabúrinu sem hún gæti nýtt til að halda Rousey frá sér. Holm ætti að nota sömu spörk og æfingafélagi hennar Jon Jones gerir til að halda andstæðingum sínum frá sér. Það verður þó erfitt að halda Rousey frá sér í fimm lotur.
  • Heldur Joanna Jedrzejczyk áfram á sömu braut? Joanna Jedrzejczyk hefur haft gífurlega yfirburði í báðum titilbardögum sínum. Í kvöld mætir hún Valerie Létourneau sem hefur sigrað alla þrjá bardaga sína í UFC (alla eftir dómaraákvörðun). Miðað við stuðla veðbankanna á Létourneau litla möguleika og er hreinlega spurning hvernig og hvenær Jedrzejczyk vinni í kvöld. Jedrzejczyk hefur gjörsamlega rústað síðustu andstæðingum sínum, gerir hún það sama í kvöld?
  • Fáum við aftur ótrúlegt stríð milli Hunt og Bigfoot? Fyrri bardagi þeirra Mark Hunt og Antonio ‘Bigfoot’ Silva var ótrúlegt fimm lotu stríð. Bardaginn er einn besti þungavigtarbardagi sögunnar sem endaði með jafntefli. Bardaginn í kvöld er aðeins þrjár lotur og spurning hvort við fáum sama ótrúlega stríð og síðast.
  • Heldur Uriah Hall sigurgöngu sinni áfram? Uriah Hall átti erfitt uppdráttar eftir að hann kom úr The Ultimate Fighter en gæti verið loksins að finna sig núna. Hann átti sinn stærsta sigur á ferlinum nýlega þegar hann sigraði Gegard Mousasi eftir ótrúlegt snúandi hælspark og fljúgandi hnéspark. Hann varð þar með fyrsti maðurinn til að rota Mousasi. Whittaker er afar fær bardagamaður líka svo bardaginn í kvöld gæti orðið frábær skemmtun. Ef Hall heldur áfram á sömu braut gæti þetta orðið erfitt kvöld fyrir Whittaker.

Uriah Hall

  • Fylgstu með: Jake Matthews og Ben Nguyen. Matthews er 21 árs Ástrali og einn af yngstu keppendunum í UFC. Hann er að koma til baka eftir sitt fyrsta tap á ferlinum en á framtíðina fyrir sér. Hann mætir Akbarh Arreola í kvöld og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til baka eftir tapið. Ben Nguyen fékk sína 15 mínútu frægð þegar gamall bardagi með honum fékk mikla athygli. Þessi Youtube-stjarna sigraði sinn fyrsta UFC bardaga með rothöggi og verður gaman að sjá hann aftur í kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins 23:15 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular