spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 198

Spá MMA Frétta fyrir UFC 198

UFC 198 fer fram í kvöld og eru margir frábærir bardagar í vændum. Pennar MMA Frétta rýna í kristalskúlu sína og birta sína spá fyrir kvöldið.

Werdum-Miocic

Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe Miocic

Pétur Marinó Jónsson: Mér finnst mjög erfitt að spá í þennan bardaga. Sé ekki alveg fyrir mér hvernig hann mun fara en held að þetta verði hörku bardagi. Werdum hefur fleiri leiðir til að klára þetta, er á heimavelli og hefur litið mjög vel út upp á síðkastið. Miocic hefur líka litið vel út og er með nokkur tól til að vinna Werdum. Hann gæti þess vegna útboxað hann standandi og náð að halda þessu standandi en Werdum gæti líka notað Muay Thai-ið sitt til að brjóta Miocic niður. Þetta verður hörku viðureign en meistarinn Werdum tekur þetta á stigum.

Brynjar Hafsteins: Werdum hefur litið mjög vel út síðan hann tapaði gegn Overeem í Strikeforce. Hann hefur samt ekki barist síðan í júní 2015 sem þykir frekar venjulegt þegar þú ert meistarinn í þungavigt. Miocic er ekki neitt rosalegur í neinu, bara svona góður. Werdum vinnur í 3. lotu.

Óskar Örn Árnason: Þetta er jafnari titilbardagi en marga grunar. Það mun sennilega ráða úrslitum hver verður betri standandi en það er erfitt að meta fyrirfram. Werdum gæti klárað bardagann ef hann fer í gólfið en ég held að þetta fari í stig og meistarinn heldur beltinu.

Guttormur Árni Ársælsson: Stipe er öflugur áskorandi og ég held að þetta verði spennandi bardagi. Werdum er sífellt að bæta sig standandi og ég held að hann sigri með TKO í þriðju lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Mér finnst Stipe of einhæfur til að geta unnið Werdum, held að Werdum hafi góða möguleika til að klára þetta standandi eða í gólfinu. Hann er líka óhræddur að vera undir sem er eitthvað sem ég held að Stipe þori ekki í. Werdum vinnur þetta á uppgjafartaki í 3. lotu.

Fabricio Werdum: Pétur, Brynjar, Óskar, Guttormur, Sigurjón.
Stipe Miocic:

Jacare-vs-Belfort-Poster

Millivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor Belfort

Pétur Marinó Jónsson: Ég er langt í frá að vera einhver Belfort aðdáandi og kannski er það hafa áhrif á spá mína í þessum bardaga. Ég held að Jacare eigi eftir að skóla Dadbod-Belfort í gólfinu í 1. lotu en Belfort lifir af. Jacare nær honum aftur niður í 2. lotu og klárar hann með uppgjafartaki.

Brynjar Hafsteins: Souza sigrar á dómaraúrskurði. Það er ekki sjón að sjá Belfort eftir að hann hætti á sósunni.

Óskar Örn Árnason: Vitor Belfort á möguleika snemma en Souza ætti að lifa af 2-3 erfiðar mínútur og valta yfir hann. Souza sigrar í þriðju lotu eftir högg í gólfinu. TKO.

Guttormur Árni Ársælsson: Belfort hefur litið illa út síðan hann hætti á TRT og Jacare er algjört skrímsli. Flestir búast við uppgjafartaki frá Jacare en ég held að við munum sjá óvænt KO eftir þunga hægri í annarri lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Vitor Belfort er örugglega einn besti MMA bardagamaður í heiminum þegar hann fær sterana sína, annars er hann að eldast og það dregur úr honum fyrr en síðar. Eini sénsinn hans er í fyrstu lotu en ég held að Souza eigi eftir að pressa hann mikið, ná honum í jörðina og klára með uppgjafartaki í 2. lotu.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza: Pétur, Brynjar, Óskar, Guttormur, Sigurjón.
Vitor Belfort:

ufc 198 cyborg

Hentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie Smith

Pétur Marinó Jónsson: Leslie Smith er hörð af sér en hér mætir hún ofjarli sínum. Verður gaman að sjá Cyborg í UFC og áhugavert að sjá hvernig cuttið í 140 pund fari í hana. Ég held að Smith lifi af 1. lotu en Cyborg klári þetta svo í 2. lotu með TKO.

Brynjar Hafsteins: Cyborg er líklega besta konan í MMA í heiminum og sópar gólfið með Lesile Smith. TKO, 1. lota.

Óskar Örn Árnason: Leslie Smith ætti ekki að eiga mikla möguleika gegn Cyborg. Hún er samt hörð og gæti lifað af fyrstu lotuna. Cyborg sigrar á rothöggi í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Cyborg kemur varkár inn í fyrstu lotu enda mikið í húfi. Því miður fyrir Smith þá á hún ekki möguleika og Cyborg sigrar eftir dómaraákvörðun í miklum einstefnubardaga.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Cyborg er aldrei að fara tapa þessum bardaga. Greyið Leslie er fórnað fyrir framan áhorfendur í Brazilíu. Það er sigur ef hún kemst út úr 1. lotu. Ég held að þetta klárist með TKO í fyrstu lotu.

Cris Cyborg: Pétur, Brynjar, Óskar, Guttormur, Sigurjón.
Leslie Smith:

ShogunAnderson

Léttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey Anderson

Pétur Marinó Jónsson: Ég er mikill Shogun maður en held þetta gæti orðið erfiður bardagi. Shogun var ágætur gegn Lil Nog síðast en hefur fyrir utan það litið illa út. En! Hann er á heimavelli hér í kvöld, í sinni heimaborg meira að segja, og held ég að það eigi eftir að gera mikið fyrir hann. Svo leit hann bara ágætlega út í vigtuninni í gær. Engin bumba. Ég spái að við fáum brasilískt töfraaugnablik í kvöld svona eins og þegar gamli Big Nog rotaði Brendan Schaub hér um árið. Shogun klárar Corey Anderson í 1. lotu og allt verður vitlaust á 40.000 manna leikvanginum í Curitiba!

Brynjar Hafsteins: Síðan Shogun vann titilinn þá hefur hann unnið fjóra bardaga og tapað sex. Hann er á seinustu metrunum á ferlinum og skiptir engu hvort hann er meiddur eða ekki. Corey Anderson er samt ekki merkilegur og Shogun vinnur í annarri með rothöggi og hættir svo.

Óskar Örn Árnason: Rua hefur víst litið vel út á æfingum og bardaginn fer fram í Brasilíu. Engu að síður hallast ég að ferskari bardagamanninum. Anderson sigrar á tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Shogun er því miður búinn. Corey Anderson sigrar á stigum og Shogun leggur í kjölfarið hanskana á hilluna fyrir framan landa sína.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Það er rosalega erfitt að sjá fyrir hvaða Shogun kemur í bardagann Hann hefur átt erfitt með stöðugleika en þegar hann er upp á sitt besta þá klárar hann þennan bardaga léttilega. Held samt að hann sé búinn að dala of mikið upp á síðkastið og Anderson muni vinna hann eftir dómaraákvörðun.

Shogun Rua: Pétur, Brynjar
Corey Anderson: Óskar, Guttormur, Sigurjón.

Maia-Brown

Veltivigt: Demian Maia gegn Matt Brown

Pétur Marinó Jónsson: Ég sagðist ætla að tippa á Matt Brown í Tappvarpinu um daginn og get eiginlega ekki breytt því núna. Það er heimskulegt að tippa á Matt Brown en ég ætla að halda mig við það. Það gerist alltaf eitthvað óvænt og eins mikið og ég fíla Demian Maia væri það of gott til að vera satt ef hann fengi titilbardaga. Ég tippa á að Brown lifa af fyrstu lotuna gegn Maia og klári hann svo standandi í 2. lotu með olnbogum, hnjám og alls kins barsmíðum. Þetta er heimskuleg spá.

Brynjar Hafsteins: Erfiður bardagi til að spá fyrir um. Bara spurning hvort Maia getur tekið Brown niður. Hann þarf að tímasetja þessar fellur rosalega vel og Brown veit af því. Maia vinnur eftir klofna dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Maia valtar yfir Brown, uppgjafartak í 2. lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Matt Brown er ekki þægilegt match up fyrir neinn en ég held að Maia sé mjög slæmt stylistic match up fyrir Brown. Sé fellu hjá Maia og rear naked choke í fyrstu lotu.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Matt Brown er rosalega harður og með góða felluvörn. Sé fyrir mér að hann nái að halda bardaganum standandi og mun sigra á stigum á móti Maia. Brown vinnur eftir dómaraákvörðun.

Demian Maia: Brynjar, Óskar, Guttormur.
Matt Brown: Pétur, Sigurjón.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular