spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSpá MMA Frétta fyrir UFC 221

Spá MMA Frétta fyrir UFC 221

Það verður líf og fjör í Ástralíu í nótt þegar UFC 221 fer fram. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Yoel Romero og Luke Rockhold en hér birta pennar MMA Frétta sína spá fyrir kvöldið.

Titilbardagi í millivigt: Luke Rockhold gegn Yoel Romero

Pétur Marinó Jónsson: Það er hrikalega erfitt að spá í þennan bardaga finnst mér. Romero er ótrúlega óútreiknanlegur og mér finnst smá eins og Rockhold sé ekki alveg jafn einbeittur og hungraður eins og hann var árið 2015. Fannst hann ekkert spes standandi gegn Dave Branch síðast en kannski þarf hann bara stærri ógn til að vera upp á sitt besta. Romero er svo sannarlega stór ógn. Hann getur auðveldlega tapað öllum lotunum en rotað með einhverju stórkostlegu fljúgandi hné eða einhverju óvæntu. Eftir að hann skeit á sig í vigtuninni í gær væri það svo dæmigert að Romero myndi vinna. Það er að Romero vinni og fái ekki titilinn þar sem hann náði ekki tilsettri þyngd. Ef Romero vinnur verður það eftir einhverja svaka sprengju en mér finnst Rockhold vera með betri vopn til að vinna. Rockhold heldur sér frá vandræðum fyrstu þrjár loturnar en hakkar Romero hægt og rólega í sig með spörkum. Ég held að hann muni á endanum komast í yfirburðarstöðu í gólfinu þegar Romero verður orðinn þreyttur og ekki með eins mikinn sprengikraft. Rockhold kemst í mount og raðar inn höggunum þar til dómarinn stöðvar bardagann. Rockhold með TKO í 4. lotu.

Óskar Örn Árnason: Mér finnst þetta vera 50/50 bardagi. Kannski er Luke að fara að vinna á stigum, kannski kemur Romero með eitthvað fljúgandi shit, kannski nær Luke einhverju rosalegu uppgjafartaki og kannski gerist bara eitthvað óvænt. Ég ætla að skjóta á rothögg frá Romero, 2. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Luke Rockhold er að mörgu leyti sérkennilegur að mínu mati. Manni finnst hann einhvern veginn vera með allan pakkann, geggjað groundgame og mjög flottur standandi og tvinnar þetta síðan allt saman. En hvort það er andlega hliðin sem er að klikka? Skil t.d. ekki hvernig hann fór að því að tapa fyrir Bisping. Romero er kappi sem ég hef spáð því að verði meistari lengi og ef það hefði ekki verið fyrir þetta darkest timeline með Bisping sem meistara held ég að Romero væri núverandi meistari. Það er samt eitthvað sem segir mér að Rockhold sigri þennan bardaga. Luke með TKO í þriðju eftir að Romero er orðinn þreyttur.

Luke Rockhold: Pétur, Guttormur
Yoel Romero: Óskar

Þungavigt: Curtis Blaydes gegn Mark Hunt

Pétur Marinó Jónsson: Mjög áhugaverður bardagi. Mark Hunt er alltaf með þetta rothögg en Blaydes er fantagóður glímumaður. Það er heldur ekkert erfiðast í heimi að taka Mark Hunt niður. Þetta er þó þungavigt og hrikalega erfitt að spá í spilin þar. Mér finnst líklegt að Blaydes eigi eftir að taka Hunt niður að vild. Blaydes er dálítið klunnalegur í gólfinu oft á tíðum, fremur reynslulítill og er ekki með stórkostlega vörn gegn höggum standandi. Mark Hunt getur auðveldlega rotað Blaydes með einu vel tímasettu höggi og gæti ég vel séð hann koma inn einu upphöggi þegar Blaydes fer í fellu. Mér finnst bara eins og Mark Hunt sé ekki á neitt sérstökum stað andlega og hann hafi engan áhuga á að vera í UFC lengur. Ég hallast því að sigri hjá Blaydes eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Mjög áhugavert próf fyrir Blaydes sem Derrick Lewis féll á fyrir skömmu. Ég held að Blaydes nái að forðast bomburnar, heldur sér hreyfanlegum og vinnur á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Skemmtilegt matchup. Ég er mikill Hunt aðdáandi en gruna að það sé stutt í að hann leggi hanskana á hilluna. Blaydes mun líklega takast að vera hreyfanlegur og sigrar á stigum.

Curtis Blaydes: Pétur, Óskar, Guttormur
Mark Hunt: ..

Þungavigt: Tai Tuivasa gegn Cyril Asker

Pétur Marinó Jónsson: Þetta er fremur einfalt. Mér finnst Asker ekkert sérstakur bardagamaður og það er bara verið að koma með hann þarna svo heimamaðurinn Tai Tuivasa geti rotað einhvern. Asker á þó alveg séns ef hann getur dregið þetta á langinn. Tuivasa er enginn maraþon maður og gæti gasað ef hann klárar ekki í 1. lotu. Ætla þó að segja að UFC og Ástralía fái ósk sína uppfyllta, Tuivasa með rothögg í 1. lotu.

Óskar Örn Árnason: Tuivasa er ungur ósigraður Ástrali og alltaf spennandi að sjá ný andlit í þungavigt. Hann vann sinn fyrsta bardaga í UFC og fær hér erfiðara próf. Asker er ágætur en ég tek Tuivasa, KO í fyrstu.

Guttormur Árni Ársælsson: Held að Tuivasa muni nærast af stuðningi heimamanna og taki þetta með rothöggi í fyrstu.

Tai Tuivasa: Pétur, Óskar, Guttormur
Cyril Asker: ..

Veltivigt: Jake Matthews gegn Li Jingliang

Pétur Marinó Jónsson: Erfitt að segja. Li Jingliang er búinn að vera á góðu skriði og unnið fjóra í röð, allt með rothöggi. Það hefur þó verið gegn minni spámönnum. Jake Matthews kom inn sem áströlsk vonarstjarna en ekki alveg staðið undir væntingum. Hann er þó bara 23 ára og á nóg eftir. Held að þetta verði nokkuð skemmtilegur bardagi en held að Li taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Jake Matthews er ennþá bara 23 ára þrátt fyrir átta bardaga í UFC, nokkuð magnað. Hér er hann á heimavelli gegn hinum fjallmyndarlega Jingliang sem hefur unnið fjóra í röð. Nokkuð jafnt en ég held ég taki Jingliang, TKO í annarri lotu.

Guttormur Árni Ársælsson: Matthews er fæddur 1994 og er að fara að taka sinn 15. atvinnumannabardaga. Djöfull er maður orðinn gamall. Jingliang er á góðu rönni en gegn frekar slökum andstæðingum. Ég segi Matthews eftir dómaraákvörðun.

Jake Matthews: Guttormur
Li Jingliang: Pétur, Óskar

Léttþungavigt: Tyson Pedro gegn Saparbek Safarov

Pétur Marinó Jónsson: Saparbek Safarov er algjör meðalgæji í UFC. Hann er þó mjög harður, gefst seint upp og það getur verið ávísun á skemmtilegan bardaga oft á tíðum. Svo finnst mér hann vera fremur lítill og ruslalegur miðað við marga í léttþungavigtinni. Pedro er spennandi efni í léttþungavigtinni, bara 26 ára gamall. Finnst Pedro bara vera tæknilega betri bardagamaður en Safarov gæti alveg stolið þessu með einu vel tímasettu höggi. Held samt að Pedro hafi lært mikið af sínu fyrsta tapi síðast og vinni eftir uppgjafartak í 2. lotu.

Óskar Örn Árnason: Þessi er nokkuð spenanndi. Pedro er mjög efnilegur, þrátt fyrir hikst gegn Latifi í síðasta bardaga. Safarov er þessi týpíski brúnaþungi Rússi. Ég spái fight of the night og …..Rússinn rotar Pedro.

Guttormur Árni Ársælsson: Pedro er efnilegur Ástrali en Safarov er ekki merkilegur bardagamaður. Pedro sigrar með TKO í fyrstu.

Tyson Pedro: Pétur, Guttormur
Saparbek Safarov: Óskar

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular